Viðskipti erlent

Mikil uppsveifla á öllum mörkuðum

Mikil uppsveifla var á mörkuðum í Bandaríkjunum í gærkvöldi og Asíu í nótt. Veislan á Wall Street hófst þegar nýjar efnahagstölur sýndu að fasteignamarkaðurinn í Bandaríkjunum er loks að braggast eftir að hafa hrunið árið 2008.

Dow Jones vísitalan hækkaði um tæp 3% og Nasdag vísitalan um 3,2%. Uppsveiflan hélt áfram í Asíu í nótt en Nikkei vísitalan í Tókýó hækkaði um 1,4% og Hang Sen vísitalan hækkaði um 1,6%.

Þá styrktist evran og töluverðar hækkanir urðu á helstu hrávörum. Þannig fer olíuverð aftur hækkandi og fór Brent olían yfir 107 dollara á tunnuna í nótt en verðið fór niður í 103 dollara í upphafi vikunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×