Viðskipti erlent

Næsta ár verður erfiðara í bílabransanum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rupert Stadler er ekki of bjartsýnn á næsta ár.
Rupert Stadler er ekki of bjartsýnn á næsta ár. mynd/ afp.
Næsta ár verður erfiðara fyrir bílaframleiðendur en árið sem er að líða undir lok, segir Rupert Stadler, forstjóri Audi, í samtali við Reuters fréttastofuna.

„Þetta er samt engin ástæða til þess að detta í þunglyndi," bætti hann við. Hann fullyrti jafnframt að bílamarkaðurinn myndi vaxa á næstu árum því að stöðugt meiri eftirspurn væri eftir bílum í þróaðri hagkerfum.

Stadler sagði að markaðurinn í Kína ætti til dæmis eftir að vaxa um 8-9%. Audi er nú þegar stærsti framleiðandinn í lúxusbílum í Kína og skýtur til að mynda BMW og Daimler AG´s Mercedes ref fyrir rass.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×