Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 30-25 Kristinn Páll Teitsson í Strandgötu skrifar 28. desember 2011 13:11 Mynd/daníel Góður kafli í fyrri hálfleik tryggði Valsstúlkum deildarbikartitilinn annað árið í röð gegn Fram í Hafnafirðinum í kvöld en leiknum lauk með 30-25 sigri Valsstúklna. Eftir jafnræði meðal liða fyrstu mínúturnar fóru Framstúlkur að sigla fram úr um miðjan hálfleik og tók Stefán Arnarson, þjálfari Vals leikhlé. Valsstúlkur stigu á lagið eftir það og náðu góðum kafla þar sem þær skoruðu 10 mörk gegn 2 mörkum Fram og náðu þær 6 marka forystu inn í hálfleikinn, 16-10. Framarar reyndu að vinna sig aftur inn í leikinn í seinni háfleik en náðu aldrei að ógna forskoti Vals sem unnu að lokum öruggan 5 marka sigur. Dagný Skúladóttir var atkvæðamest í liði Vals en hún skoraði 7 mörk, þar af 6 hraðaupphlaup. Hrafnhildur Ósk og Þorgerður Anna voru einnig drjúgar í liði Vals en þær skoruðu 6 mörk hver. Í liði Fram var Stella Sigurðardóttir atkvæðamest með 7 mörk. Hrafnhildur: Alltaf gaman að lyfta dollu„Góður sigur og meiriháttar endir á góðu ári hjá okkur. Það er alltaf skemmtilegt að fá að lyfta svona dollu eftir leik," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Helmingurinn af hópnum eru búnar að vera í Brasilíu og ég var ánægð hvernig við komum inn í þetta í dag. Ég hélt að við yrðum meira ryðgaðar en við sýndum fram á annað." „Þetta hefur verið einkennandi fyrir okkar leik, við höfum verið lengi í gang en eftir ákveðinn tíma förum við að sigla hægt og bítandi framundan og vinnum örugga sigra." „Það kom sjálfri mér á óvart hversu vel við spiluðum hérna í dag en kjarnin í þessu liði hefur verið saman núna í 3-4 ár og við þekkjum vel inn á hvora aðra," sagði Hrafnhildur Stella: Hata að tapa á móti Val„Það er alltaf leiðinlegt að tapa, við erum búnar að komast held ég alltaf í úrslit þessa móts en tapa núna tvisvar í röð gegn Val. Það sást að við þurfum að spila aðeins meira saman hérna í kvöld," sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram eftir leikinn í kvöld. „Liðið er búið að æfa lítið saman síðustu vikur og það sást að það vantar meiri liðsæfingu í þetta. Ég náði aðeins einni æfingu fyrir þennan leik, varnarleikurinn var slakur og það þarf að stilla saman strengina." „Við höfum spilað nánast alla úrslitaleiki við Val síðustu þrjú ár, núna þurfum við að æfa meira og meira því ég ætla mér að gera betur í vor. Ég hata að tapa á móti Val og við ætlum okkur að vinna þær í úrslitakeppninni í vor." „Um leið og þær keyrðu á okkur þá virtist vera eins og alla trú vantaði, við vorum þunnskipaðar með aðeins tvo leikmenn á bekknum og það var erfitt. Núna kemur þétt leikjaprógram í janúar og við ætlum okkur að koma betur inn í það," sagði Stella. Guðný: Þessi lið þekkjast vel„Það er alltaf gaman að vinna þegar bikar er í húfi, þessi lið þekkjast vel enda búin að mætast í deild og bikar og margar hverjar að spila saman í landsliðinu," sagði Guðný Jenný Ásmundarsson, markmaður Vals eftir leikinn. „Þær þekkja okkur vel og við þekkjum þær vel, þetta er allt spurning um hugarfarið. Það lið sem mætir meira tilbúið í leikinn og er með meiri baráttu í sér tók sigurinn hér í kvöld." „Þetta small alveg þvílíkt í gang hjá okkur á kafla, vörnin tvíefldist og við það komu auðveldari boltar. Stella og Birna voru að setja þvílík skot hérna í byrjun en þegar vörnin gekk aðeins út þá varð þetta auðveldara fyrir mig." „Eftir það var þetta bara spurning um að halda áfram, halda þessum góða varnarleik og mér fannst við spila vel út leikinn," sagði Guðný. Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Góður kafli í fyrri hálfleik tryggði Valsstúlkum deildarbikartitilinn annað árið í röð gegn Fram í Hafnafirðinum í kvöld en leiknum lauk með 30-25 sigri Valsstúklna. Eftir jafnræði meðal liða fyrstu mínúturnar fóru Framstúlkur að sigla fram úr um miðjan hálfleik og tók Stefán Arnarson, þjálfari Vals leikhlé. Valsstúlkur stigu á lagið eftir það og náðu góðum kafla þar sem þær skoruðu 10 mörk gegn 2 mörkum Fram og náðu þær 6 marka forystu inn í hálfleikinn, 16-10. Framarar reyndu að vinna sig aftur inn í leikinn í seinni háfleik en náðu aldrei að ógna forskoti Vals sem unnu að lokum öruggan 5 marka sigur. Dagný Skúladóttir var atkvæðamest í liði Vals en hún skoraði 7 mörk, þar af 6 hraðaupphlaup. Hrafnhildur Ósk og Þorgerður Anna voru einnig drjúgar í liði Vals en þær skoruðu 6 mörk hver. Í liði Fram var Stella Sigurðardóttir atkvæðamest með 7 mörk. Hrafnhildur: Alltaf gaman að lyfta dollu„Góður sigur og meiriháttar endir á góðu ári hjá okkur. Það er alltaf skemmtilegt að fá að lyfta svona dollu eftir leik," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Helmingurinn af hópnum eru búnar að vera í Brasilíu og ég var ánægð hvernig við komum inn í þetta í dag. Ég hélt að við yrðum meira ryðgaðar en við sýndum fram á annað." „Þetta hefur verið einkennandi fyrir okkar leik, við höfum verið lengi í gang en eftir ákveðinn tíma förum við að sigla hægt og bítandi framundan og vinnum örugga sigra." „Það kom sjálfri mér á óvart hversu vel við spiluðum hérna í dag en kjarnin í þessu liði hefur verið saman núna í 3-4 ár og við þekkjum vel inn á hvora aðra," sagði Hrafnhildur Stella: Hata að tapa á móti Val„Það er alltaf leiðinlegt að tapa, við erum búnar að komast held ég alltaf í úrslit þessa móts en tapa núna tvisvar í röð gegn Val. Það sást að við þurfum að spila aðeins meira saman hérna í kvöld," sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram eftir leikinn í kvöld. „Liðið er búið að æfa lítið saman síðustu vikur og það sást að það vantar meiri liðsæfingu í þetta. Ég náði aðeins einni æfingu fyrir þennan leik, varnarleikurinn var slakur og það þarf að stilla saman strengina." „Við höfum spilað nánast alla úrslitaleiki við Val síðustu þrjú ár, núna þurfum við að æfa meira og meira því ég ætla mér að gera betur í vor. Ég hata að tapa á móti Val og við ætlum okkur að vinna þær í úrslitakeppninni í vor." „Um leið og þær keyrðu á okkur þá virtist vera eins og alla trú vantaði, við vorum þunnskipaðar með aðeins tvo leikmenn á bekknum og það var erfitt. Núna kemur þétt leikjaprógram í janúar og við ætlum okkur að koma betur inn í það," sagði Stella. Guðný: Þessi lið þekkjast vel„Það er alltaf gaman að vinna þegar bikar er í húfi, þessi lið þekkjast vel enda búin að mætast í deild og bikar og margar hverjar að spila saman í landsliðinu," sagði Guðný Jenný Ásmundarsson, markmaður Vals eftir leikinn. „Þær þekkja okkur vel og við þekkjum þær vel, þetta er allt spurning um hugarfarið. Það lið sem mætir meira tilbúið í leikinn og er með meiri baráttu í sér tók sigurinn hér í kvöld." „Þetta small alveg þvílíkt í gang hjá okkur á kafla, vörnin tvíefldist og við það komu auðveldari boltar. Stella og Birna voru að setja þvílík skot hérna í byrjun en þegar vörnin gekk aðeins út þá varð þetta auðveldara fyrir mig." „Eftir það var þetta bara spurning um að halda áfram, halda þessum góða varnarleik og mér fannst við spila vel út leikinn," sagði Guðný.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira