Tebow heldur áfram að gera kraftaverk - Giants með mikilvægan sigur 12. desember 2011 14:30 Tebow er nú einfaldlega kallaður Messías. Kraftaverkamaðurinn Tim Tebow, leikstjórnandi Denver Broncos, heldur áfram að troða upp í gagnrýnendur. Í gær vann Tebow enn og aftur í framlengdum leik en þetta var þriðja sigur Tebow og félaga í framlengingu í vetur. Það er met í NFL-deildinni á einu tímabili. Þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af leiknum var Chicago Bears 10-0 yfir. Tebow kastaði þá fyrir snertimarki og kom Broncos svo í erfitt vallarmarksfæri. Matt Prater setti aftur á móti 59 jarda vallarmark á milli stanganna og tryggði liðinu framlengingu. Í framlengingunni skoraði Prater síðan 49 jarda vallarmark til þess að tryggja Broncos enn einn dramatískan sigur með Tebow sem leikstjórnanda. Þetta var sjötti sigur Denver í röð en liðið er 7-1 síðan Tebow fór í byrjunarlið félagsins. "Ef þú trúir þá geta ótrúlegustu hlutir gerst," sagði hinn strangtrúaði Tebow eftir leikinn en óhætt er að segja að hann sé að stela athyglinni í deildinni. Er farið að kalla hann "Mile High Messias" enda gerast kraftaverkin á Mile High-vellinum þessa dagana. Annars voru ótrúlegir hlutir að gerast í NFL-deildinni um helgina eins og svo oft áður. Alls náðu fjögur lið að koma til baka og vinna eftir að hafa verið 12 stigum eða meira undir. NY Giants vann afar dramatískan sigur á útivelli gegn Dallas þar sem Giants varði vallarmarkstilraun Cowboys undir lokin. Liðin eru því jöfn í þeim riðli og lífsnauðsynlegur sigur hjá Giants. Green Bay er síðan í algjörum sérflokki og vann enn einn stórsigurinn um helgina.Pierre-Paul ver hér vallarmarkstilraun frá Dan Bailey undir lokin. Kúrekarnir náðu því ekki að jafna leikinn.Úrslit helgarinnar: Baltimore-Indianapolis 24-10 Carolina-Atlanta 23-31 Cincinnati-Houston 19-20 Detroit-Minnesota 34-28 Jacksonville-Tampa Bay 41-14 Miami-Philadelphia 10-26 NY Jets-Kansas City 37-10 Tennessee-New Orleans 17-22 Washington-New England 27-34 Arizona-San Francisco 21-19 Denver-Chicago 13-10 Green Bay-Oakland 46-16 San Diego-Buffalo 37-10 Dallas-NY Giants 34-37Í kvöld: Seattle-St. Louis í beinni á ESPN America.Staðan í Ameríkudeildinni:Austurriðill (sigrar-töp): New England 10-3 NY Jets 8-5 Buffalo 5-8 Miami 4-9Norðurriðill: Baltimore 10-3 Pittsburgh 10-3 Cincinnati 7-6 Cleveland 4-9Suðurriðill: Houston 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Tennessee 7-6 Jacksonville 4-9 Indianapolis 0-13Vesturriðill: Denver 8-5 Oakland 7-6 San Diego 6-7 Kansas City 5-8Þjóðardeildin:Austurriðill: NY Giants 7-6 Dallas 7-6 Philadelphia 5-8 Washington 4-9Norðurriðill: Green Bay 13-0 (komið í úrslitakeppnina) Detroit 8-5 Chicago 7-6 Minnesota 2-11Suðurriðill: New Orleans 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Atlanta 8-5 Carolina 4-9 Tampa Bay 4-9Vesturriðill: San Francisco 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Arizona 6-7 Seattle 5-7 St. Louis 2-10 NFL Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Sjá meira
Kraftaverkamaðurinn Tim Tebow, leikstjórnandi Denver Broncos, heldur áfram að troða upp í gagnrýnendur. Í gær vann Tebow enn og aftur í framlengdum leik en þetta var þriðja sigur Tebow og félaga í framlengingu í vetur. Það er met í NFL-deildinni á einu tímabili. Þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af leiknum var Chicago Bears 10-0 yfir. Tebow kastaði þá fyrir snertimarki og kom Broncos svo í erfitt vallarmarksfæri. Matt Prater setti aftur á móti 59 jarda vallarmark á milli stanganna og tryggði liðinu framlengingu. Í framlengingunni skoraði Prater síðan 49 jarda vallarmark til þess að tryggja Broncos enn einn dramatískan sigur með Tebow sem leikstjórnanda. Þetta var sjötti sigur Denver í röð en liðið er 7-1 síðan Tebow fór í byrjunarlið félagsins. "Ef þú trúir þá geta ótrúlegustu hlutir gerst," sagði hinn strangtrúaði Tebow eftir leikinn en óhætt er að segja að hann sé að stela athyglinni í deildinni. Er farið að kalla hann "Mile High Messias" enda gerast kraftaverkin á Mile High-vellinum þessa dagana. Annars voru ótrúlegir hlutir að gerast í NFL-deildinni um helgina eins og svo oft áður. Alls náðu fjögur lið að koma til baka og vinna eftir að hafa verið 12 stigum eða meira undir. NY Giants vann afar dramatískan sigur á útivelli gegn Dallas þar sem Giants varði vallarmarkstilraun Cowboys undir lokin. Liðin eru því jöfn í þeim riðli og lífsnauðsynlegur sigur hjá Giants. Green Bay er síðan í algjörum sérflokki og vann enn einn stórsigurinn um helgina.Pierre-Paul ver hér vallarmarkstilraun frá Dan Bailey undir lokin. Kúrekarnir náðu því ekki að jafna leikinn.Úrslit helgarinnar: Baltimore-Indianapolis 24-10 Carolina-Atlanta 23-31 Cincinnati-Houston 19-20 Detroit-Minnesota 34-28 Jacksonville-Tampa Bay 41-14 Miami-Philadelphia 10-26 NY Jets-Kansas City 37-10 Tennessee-New Orleans 17-22 Washington-New England 27-34 Arizona-San Francisco 21-19 Denver-Chicago 13-10 Green Bay-Oakland 46-16 San Diego-Buffalo 37-10 Dallas-NY Giants 34-37Í kvöld: Seattle-St. Louis í beinni á ESPN America.Staðan í Ameríkudeildinni:Austurriðill (sigrar-töp): New England 10-3 NY Jets 8-5 Buffalo 5-8 Miami 4-9Norðurriðill: Baltimore 10-3 Pittsburgh 10-3 Cincinnati 7-6 Cleveland 4-9Suðurriðill: Houston 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Tennessee 7-6 Jacksonville 4-9 Indianapolis 0-13Vesturriðill: Denver 8-5 Oakland 7-6 San Diego 6-7 Kansas City 5-8Þjóðardeildin:Austurriðill: NY Giants 7-6 Dallas 7-6 Philadelphia 5-8 Washington 4-9Norðurriðill: Green Bay 13-0 (komið í úrslitakeppnina) Detroit 8-5 Chicago 7-6 Minnesota 2-11Suðurriðill: New Orleans 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Atlanta 8-5 Carolina 4-9 Tampa Bay 4-9Vesturriðill: San Francisco 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Arizona 6-7 Seattle 5-7 St. Louis 2-10
NFL Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Sjá meira