Chris Paul hefur síðustu daga verið á leið til Los Angeles Lakers en ekki náðist að ganga frá samningum. Paul gæti verið á förum til Los Angeles en þó ekki til Lakers. Nú er nefnilega hermt að hann sé við það að semja við LA Clippers.
Los Angeles Times segist hafa öruggar heimildir fyrir því að viðræður séu á lokastigi og að Paul verði orðinn leikmaður Clippers von bráðar.
New Orleans Hornets mun meðal annars fá Chris Kaman og Eric Bledsoe í staðinn fyrir Paul.
Ef af verður munu margir eflaust bíða spenntir eftir því að sjá samstarf Paul og Blake Griffin en hann mun væntanlega fá toppþjónustu frá Paul.
Arsenal
Dinamo Zagreb