Shaquille O'Neal kann að betur en flestir að grípa athygli fjölmiðlanna og hann er þessa dagana að auglýsa bókina sína á fullum krafti.
Sumum fannst þó Shaq ganga aðeins of langt í viðtali í sjónvarpsþættinum KTLA á mánudaginn þegar hann kom með yfirlýsingu sem sumir myndu lýsa sem þrumu úr heiðskýru lofti.
„Miðað við það sem Kobe hefur gert þá myndi segja að hann sé orðinn besti leikmaður Lakers frá upphafi. Ef hann nær í einn titil í viðbót þá verður hann með jafnmarga titla og Kareem og þá væri það klárt að hann væri sá besti," sagði Shaquille O'Neal.
Ummæli Shaquille O'Neal þykja sérstök ekki síst þar sem að hann og Kobe voru langt frá því að vera miklir vinir þegar þeir spiluðu saman hjá Los Angeles Lakers frá 1996 til 2004.
Hvort að Kobe sé búinn að gera nóg til að vera á undan þeim Magic Johnson og Kareem Abdul-Jabbar er síðan stóra spurningin og það bjóst enginn við að Shaq yrði fyrstur til að svara henni.
Körfubolti