Viðskipti erlent

Danir munu eiga nóg af olíu og gasi fram til 2050

Danski olíusérfræðingurinn Peter Helmer Steen segir að Danmörk muni verða sjálfri sér næg um olíu og gas fram til ársins 2050.

Þetta er langtum bjartsýnara mat en Orkustofun landsins hefur lagt fram en samkvæmt Orkustofnuninni munu Danir þurfa að flytja inn meir af olíu og gasi en nemur útflutningum frá árinu 2020.

Ef Steen hefur rétt fyrir sér er um óvænta búbót að ræða upp á hundruðir milljarða danskra króna á næstu fjörutíu árum. Til grundvallar áliti Steen liggur sú staðreynd að stöðugt finnast ný olíusvæði í Norðursjó og ný tækni gerir það kleyft að vinna áfram olíu úr holum sem taldar voru þurrausnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×