Chelsea stóðst pressuna og vann Valencia | Mörk kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2011 19:00 Chelsea tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og sigur í sínum riðli með 3-0 sigri á spænska liðinu Valenicia á Brúnni í kvöld. Marseille og Zenit St Petersburg komust líka áfram í sextán liða úrslitin í kvöld. Didier Drogba var maður leiksins í kvöld en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Chelsea-menn stóðust pressuna og unnu frábæran sigur ekki síst þökk sé Didier Drogba sem gerði út um leikinn með tveimur mörkum og einni stoðsendingu. Chelsea fékk draumabyrjun á 3. mínútu þegar Didier Drogba snéri af sér varnarmenn Valenica eftir sendingu frá Juan Manuel Mata og kom Chelsea í 1-0. Drogba átti líka þátt í öðru markinu en Ramires fékk þó mestu hjálpina frá varnarmanni Valencia sem sofnaði á verðinum og hleypti Ramires framhjá sér. Brasilíumaðurinn nýtt sér það kom Chelsea í 2-0 á 21. mínútu. Didier Drogba skoraði síðan þriðja markið á 77. mínútu eftir að hafa sloppið einn í gegn eftir sendingu frá Juan Manuel Mata. Bayer Leverkusen náði aðeins jafntefli á móti Genk og því fór Chelsea ekki bara áfram með þessum sigri heldur tryggði sér líka sigur í riðlinum. Gríska liðið Olympiakos virtist vera að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum með því að vinna 3-1 sigur á Arsenal en Marseille skoraði tvö mörk í lokin á móti Dortmund og tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum með dramatískum hætti. Arsenal var búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Zenit St Petersburg tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með því að ná markalausu jafntefli á útivelli á móti Porto. Porto sat því eftir og fer í Evrópudeildina. Varalið Barceolona vann 4-0 sigur á BATE en Barcelona var búið að vinna riðilinn og AC Milan var öruggt með annað sætið. AC Milan missti niður 2-0 forystu og gerði 2-2 jafntefli við Viktoria Plzen í Tékklandi.Úrslit kvöldsins:E-riðill:19.45 Chelsea - Valencia 3-0 1-0 Didier Drogba (3.) , 2-0 Ramires (21.), 3-0 Didier Drogba (77.)19.45 Genk - Leverkusen 1-1 1-0 Jelle Vossen (30.), 1-1 Eren Derdiyok (79.)F-riðill:19.45 Olympiakos - Arsenal 3-1 1-0 Rafik Djebbour (16.), 2-0 David Fuster (36.) 2-1 Yossi Benayoun (57.), 3-1 François Modesto (89.)19.45 Dortmund - Marseille 2-3 1-0 Kuba (23.), 2-0 Mats Hummels (32.), 2-1 Loïc Remy (45.), 2-2 André Ayew (85.), 2-3 Matthieu Valbuena (89.)G-riðill:19.45 Porto - Zenit St. Pétursborg 0-019.45 Apoel Nicosia - Shakhtar Donetsk 0-2 0-1 Luiz Adriano (62.), 0-2 Evgen Seleznev (78.)H-riðill:19.45 Barcelona - BATE Borisov 4-0 1-0 Sergi Roberto (35.), 2-0 Martín Montoya (60.), 3-0 Pedro Rodriguez (63.), 4-0 Pedro Rodriguez (88.)19.45 Viktoria Plzen - AC Milan 2-2 0-1 Alexandre Pato (47.), 0-2 Robinho (49.), 1-2 David Bystron (88.), 2-2 Michal Duris (90.+2). Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Chelsea tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og sigur í sínum riðli með 3-0 sigri á spænska liðinu Valenicia á Brúnni í kvöld. Marseille og Zenit St Petersburg komust líka áfram í sextán liða úrslitin í kvöld. Didier Drogba var maður leiksins í kvöld en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Chelsea-menn stóðust pressuna og unnu frábæran sigur ekki síst þökk sé Didier Drogba sem gerði út um leikinn með tveimur mörkum og einni stoðsendingu. Chelsea fékk draumabyrjun á 3. mínútu þegar Didier Drogba snéri af sér varnarmenn Valenica eftir sendingu frá Juan Manuel Mata og kom Chelsea í 1-0. Drogba átti líka þátt í öðru markinu en Ramires fékk þó mestu hjálpina frá varnarmanni Valencia sem sofnaði á verðinum og hleypti Ramires framhjá sér. Brasilíumaðurinn nýtt sér það kom Chelsea í 2-0 á 21. mínútu. Didier Drogba skoraði síðan þriðja markið á 77. mínútu eftir að hafa sloppið einn í gegn eftir sendingu frá Juan Manuel Mata. Bayer Leverkusen náði aðeins jafntefli á móti Genk og því fór Chelsea ekki bara áfram með þessum sigri heldur tryggði sér líka sigur í riðlinum. Gríska liðið Olympiakos virtist vera að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum með því að vinna 3-1 sigur á Arsenal en Marseille skoraði tvö mörk í lokin á móti Dortmund og tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum með dramatískum hætti. Arsenal var búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Zenit St Petersburg tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með því að ná markalausu jafntefli á útivelli á móti Porto. Porto sat því eftir og fer í Evrópudeildina. Varalið Barceolona vann 4-0 sigur á BATE en Barcelona var búið að vinna riðilinn og AC Milan var öruggt með annað sætið. AC Milan missti niður 2-0 forystu og gerði 2-2 jafntefli við Viktoria Plzen í Tékklandi.Úrslit kvöldsins:E-riðill:19.45 Chelsea - Valencia 3-0 1-0 Didier Drogba (3.) , 2-0 Ramires (21.), 3-0 Didier Drogba (77.)19.45 Genk - Leverkusen 1-1 1-0 Jelle Vossen (30.), 1-1 Eren Derdiyok (79.)F-riðill:19.45 Olympiakos - Arsenal 3-1 1-0 Rafik Djebbour (16.), 2-0 David Fuster (36.) 2-1 Yossi Benayoun (57.), 3-1 François Modesto (89.)19.45 Dortmund - Marseille 2-3 1-0 Kuba (23.), 2-0 Mats Hummels (32.), 2-1 Loïc Remy (45.), 2-2 André Ayew (85.), 2-3 Matthieu Valbuena (89.)G-riðill:19.45 Porto - Zenit St. Pétursborg 0-019.45 Apoel Nicosia - Shakhtar Donetsk 0-2 0-1 Luiz Adriano (62.), 0-2 Evgen Seleznev (78.)H-riðill:19.45 Barcelona - BATE Borisov 4-0 1-0 Sergi Roberto (35.), 2-0 Martín Montoya (60.), 3-0 Pedro Rodriguez (63.), 4-0 Pedro Rodriguez (88.)19.45 Viktoria Plzen - AC Milan 2-2 0-1 Alexandre Pato (47.), 0-2 Robinho (49.), 1-2 David Bystron (88.), 2-2 Michal Duris (90.+2).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira