Samsæriskenningar berast víða - Komst Lyon áfram á svindli? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. desember 2011 14:15 Myndin umdeilda. Netheimar loga vegna úrslitanna í leikjum gærkvöldsins í D-riðli Meistaradeildarinnar. Þar komst Lyon áfram í 16-liða úrslitin á ótrúlegan máta en Ajax þarf að spila í Evrópudeild UEFA. Frönsk veðmálayfirvöld hafa opnað rannsókn á málinu. Fyrir leikina í gær voru fáir sem reiknuðu með því að Lyon myndi komast áfram. Liðið var þremur stigum á eftir Ajax og með talsvert lakari markatölu. Lyon hafði aðeins skorað tvö mörk í fyrstu fimm leikjum sínum í riðlinum en vann svo í gær ótrúlegan 7-1 sigur á Dinamo Zagreb í Króatíu. Á sama tíma tapaði Ajax fyrir Real Madrid, 3-0, en skoraði samt tvö mörk sem voru dæmd af vegna rangstöðu. Af myndbandsupptökum að ráða virðast þau vera fullkomnlega lögleg. Samsæriskenningarnar snúast annars vegar um að leikmönnum Dinamo Zagreb hafi verið borgað fyrir að kasta leiknum frá sér og leyfa Lyon að skora öll þessi mörk. Hins vegar að dómurunum í leik Ajax og Real Madrid hafi verið mútað til að dæma gegn Ajax. Niðurstaðan var alla vega sú að Lyon komst áfram á betra markahlutfalli (+2) á meðan að Ajax sat eftir í þriðja sætinu með jafnt markahlutfall. Arjel, opinber samtök í Frakklandi sem hafa eftirlit með veðmálastarfssemi, eru byrjuð að skoða hvort að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað en Frank de Boer, knattspyrnustjóri Ajax, sagði þetta eftir leikinn: „Ef eitthvað gerðist sem getur talist óeðlilegt ætti Knattspyrnusamband Evrópu að rannsaka leikinn í Zagreb. Aðstoðarmenn mínir hafa sagt mér að mörkin komu fljótt og auðveldlega því venjulega er ekki hægt að skora svo mikið af mörkum á aðeins 30 mínútum,“ sagði De Boer en Lyon breytti stöðunni úr 1-1 í 7-1 á fyrsta hálftímanum í seinni hálfleik. „Þetta er algjört kjaftæði,“ sagði Bernand Lacombe, stjóri Lyon, eftir sigurinn í gær. „Fólk á ekki að segja svona hluti. Mér er alveg sama um hvað stjóri Ajax hefur að segja um málið. Mér skilst líka að við eigum að bera ábyrgð á dómgæslunni á leiknum í Amsterdam.“ Þjálfari Dinamo Zagreb, Krunoslav Jurcic, var rekinn eftir leikinn og sagði framkvæmdarstjóri félagsins að úrslitin hefðu verið vandræðaleg. En netverjar hafa margir hverjir birt meðfylgjandi mynd sem sýnir varnarmann Dinamo, Domagoj Vida, blikka sóknarmanninn Bafetimbi Gomis eftir að Lisandro Lopez var nýbúinn að skora fimmta mark Lyon. Hann réttir einnig upp þumalputtan sem virðist einnig grunsamlegt, í meira lagi. Þetta gæti líka bara verið tilviljun. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Netheimar loga vegna úrslitanna í leikjum gærkvöldsins í D-riðli Meistaradeildarinnar. Þar komst Lyon áfram í 16-liða úrslitin á ótrúlegan máta en Ajax þarf að spila í Evrópudeild UEFA. Frönsk veðmálayfirvöld hafa opnað rannsókn á málinu. Fyrir leikina í gær voru fáir sem reiknuðu með því að Lyon myndi komast áfram. Liðið var þremur stigum á eftir Ajax og með talsvert lakari markatölu. Lyon hafði aðeins skorað tvö mörk í fyrstu fimm leikjum sínum í riðlinum en vann svo í gær ótrúlegan 7-1 sigur á Dinamo Zagreb í Króatíu. Á sama tíma tapaði Ajax fyrir Real Madrid, 3-0, en skoraði samt tvö mörk sem voru dæmd af vegna rangstöðu. Af myndbandsupptökum að ráða virðast þau vera fullkomnlega lögleg. Samsæriskenningarnar snúast annars vegar um að leikmönnum Dinamo Zagreb hafi verið borgað fyrir að kasta leiknum frá sér og leyfa Lyon að skora öll þessi mörk. Hins vegar að dómurunum í leik Ajax og Real Madrid hafi verið mútað til að dæma gegn Ajax. Niðurstaðan var alla vega sú að Lyon komst áfram á betra markahlutfalli (+2) á meðan að Ajax sat eftir í þriðja sætinu með jafnt markahlutfall. Arjel, opinber samtök í Frakklandi sem hafa eftirlit með veðmálastarfssemi, eru byrjuð að skoða hvort að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað en Frank de Boer, knattspyrnustjóri Ajax, sagði þetta eftir leikinn: „Ef eitthvað gerðist sem getur talist óeðlilegt ætti Knattspyrnusamband Evrópu að rannsaka leikinn í Zagreb. Aðstoðarmenn mínir hafa sagt mér að mörkin komu fljótt og auðveldlega því venjulega er ekki hægt að skora svo mikið af mörkum á aðeins 30 mínútum,“ sagði De Boer en Lyon breytti stöðunni úr 1-1 í 7-1 á fyrsta hálftímanum í seinni hálfleik. „Þetta er algjört kjaftæði,“ sagði Bernand Lacombe, stjóri Lyon, eftir sigurinn í gær. „Fólk á ekki að segja svona hluti. Mér er alveg sama um hvað stjóri Ajax hefur að segja um málið. Mér skilst líka að við eigum að bera ábyrgð á dómgæslunni á leiknum í Amsterdam.“ Þjálfari Dinamo Zagreb, Krunoslav Jurcic, var rekinn eftir leikinn og sagði framkvæmdarstjóri félagsins að úrslitin hefðu verið vandræðaleg. En netverjar hafa margir hverjir birt meðfylgjandi mynd sem sýnir varnarmann Dinamo, Domagoj Vida, blikka sóknarmanninn Bafetimbi Gomis eftir að Lisandro Lopez var nýbúinn að skora fimmta mark Lyon. Hann réttir einnig upp þumalputtan sem virðist einnig grunsamlegt, í meira lagi. Þetta gæti líka bara verið tilviljun.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki