Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 25-23 Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 8. desember 2011 15:17 Mynd/Anton FH vann frábæran sigur, 25-23, á HK í Kaplakrika í kvöld. FH var stóra hluta leiksins undir en komu sterkir inn á lokasprettinum og náðu að innbyrða flottan sigur. HK-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fjögur fyrstu mörk leiksins. FH-ingar svöruðu í sömu mynd og eftir nokkra mínútna leik var staðan 4-4. Staðan var virkilega jöfn út hálfleikinn og skiptust liðin á að hafa eins marks forystu. Stundum var eins og menn væru með olíu á höndunum í staðin fyrir harpex en leikmenn hentu boltanum trekk í trekk hreinlega útaf vellinum. HK hafði eins marks forystu í hálfleik 13-12 og útlit fyrir virkilega spennandi síðari hálfleik.HK byrjaði síðari hálfleikinn betur og voru með ákveðið frumkvæði stóra hluta hálfleiksins. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum komust heimamenn í fyrsta skipti yfir í leiknum og það reyndist heldur betur mikilvægt. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan orðin 23-21 fyrir heimamenn og þann mun héldu þeir út leiktímann. Leiknum lauk með sigri FH 25-23. Örn Ingi Bjarkason skoraði sex mörk fyrir FH, en maður leiksins var án efa Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, en hann varði 22 skot. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði átta mörk fyrir HK.Einar: Sýndum mikla seiglu í lokin„Þeir leiddu leikinn lengi vel en hann var samt sem áður alltaf gríðarlega jafn," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Við sýndum gríðarlega seiglu á lokakafla leiksins og ákveðnir leikmenn stigu upp. Hjalti Pálmason skoraði gríðarlega mikilvæg mörk hér í lokin. Liðið kláraði fyrst og fremst þennan leik með hörkubaráttu". Daníel Freyr Andrésson var frábær í marki FH-inga í kvöld og þar er greinilega á ferðinni mikið efni. „Danni var auðvita stórkostlegur í kvöld og var með yfir 50% skot, en lið á ekki að geta tapað þegar markvörðurinn er að verja svona vel. Hann sprakk út hjá okkur í fyrra og hefur verið alveg frábær í vetur," sagði Einar. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Kristinn: Fórum skelfilega með dauðafærin„Við vorum algjörir aular í restina," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir tapið í kvöld. „Við gerðum kannski mistök í lokin þegar við breyttum varnarleiknum, ætluðum að vera voðalega klókir en það kom í bakið á okkur". „Fyrst og fremst náðu við okkur ekki á strik sóknarlega í leiknum og það verðum við að skoða. Vörn og markvarsla voru í lagi en menn fundu sig ekki í sókninni. Við fengum heilan helling af dauðafærum sem við fórum illa með". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kristinn með því að ýta hér.Atli: Þyngdarpunkturinn er svona rétt við parketið„Þetta var mjög mikilvægur sigur þar sem liðið hefur spilað illa að undanförnu,“ sagði Atli Rúnar Steinþórsson, leikmaður FH, eftir sigurinn. „Frábært fyrir okkur að fá sigur hérna á heimavelli. Við vorum hreinlega hörmulegir stóran hluta leiksins, en náum aðeins að rífa okkur upp í lokin. Daníel (Andrésson) hélt okkur inn í leiknum lengi og bjargaði okkur“. „Eðlilega hefðum við átt að vera sex mörkum undir en við héldum okkur alltaf inn í leiknum og fórum síðan í gang í lokin“. HK-ingar réðu hreinlega ekkert við Atla í leiknum en hann skoraði þrjú mörk og fiskaði þrjú vítaköst. „Þyngdarpunkturinn er þarna rétt við parketið og því hentar það mér ágætlega að vera á línunni“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Atla með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ Sjá meira
FH vann frábæran sigur, 25-23, á HK í Kaplakrika í kvöld. FH var stóra hluta leiksins undir en komu sterkir inn á lokasprettinum og náðu að innbyrða flottan sigur. HK-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fjögur fyrstu mörk leiksins. FH-ingar svöruðu í sömu mynd og eftir nokkra mínútna leik var staðan 4-4. Staðan var virkilega jöfn út hálfleikinn og skiptust liðin á að hafa eins marks forystu. Stundum var eins og menn væru með olíu á höndunum í staðin fyrir harpex en leikmenn hentu boltanum trekk í trekk hreinlega útaf vellinum. HK hafði eins marks forystu í hálfleik 13-12 og útlit fyrir virkilega spennandi síðari hálfleik.HK byrjaði síðari hálfleikinn betur og voru með ákveðið frumkvæði stóra hluta hálfleiksins. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum komust heimamenn í fyrsta skipti yfir í leiknum og það reyndist heldur betur mikilvægt. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan orðin 23-21 fyrir heimamenn og þann mun héldu þeir út leiktímann. Leiknum lauk með sigri FH 25-23. Örn Ingi Bjarkason skoraði sex mörk fyrir FH, en maður leiksins var án efa Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, en hann varði 22 skot. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði átta mörk fyrir HK.Einar: Sýndum mikla seiglu í lokin„Þeir leiddu leikinn lengi vel en hann var samt sem áður alltaf gríðarlega jafn," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Við sýndum gríðarlega seiglu á lokakafla leiksins og ákveðnir leikmenn stigu upp. Hjalti Pálmason skoraði gríðarlega mikilvæg mörk hér í lokin. Liðið kláraði fyrst og fremst þennan leik með hörkubaráttu". Daníel Freyr Andrésson var frábær í marki FH-inga í kvöld og þar er greinilega á ferðinni mikið efni. „Danni var auðvita stórkostlegur í kvöld og var með yfir 50% skot, en lið á ekki að geta tapað þegar markvörðurinn er að verja svona vel. Hann sprakk út hjá okkur í fyrra og hefur verið alveg frábær í vetur," sagði Einar. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Kristinn: Fórum skelfilega með dauðafærin„Við vorum algjörir aular í restina," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir tapið í kvöld. „Við gerðum kannski mistök í lokin þegar við breyttum varnarleiknum, ætluðum að vera voðalega klókir en það kom í bakið á okkur". „Fyrst og fremst náðu við okkur ekki á strik sóknarlega í leiknum og það verðum við að skoða. Vörn og markvarsla voru í lagi en menn fundu sig ekki í sókninni. Við fengum heilan helling af dauðafærum sem við fórum illa með". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kristinn með því að ýta hér.Atli: Þyngdarpunkturinn er svona rétt við parketið„Þetta var mjög mikilvægur sigur þar sem liðið hefur spilað illa að undanförnu,“ sagði Atli Rúnar Steinþórsson, leikmaður FH, eftir sigurinn. „Frábært fyrir okkur að fá sigur hérna á heimavelli. Við vorum hreinlega hörmulegir stóran hluta leiksins, en náum aðeins að rífa okkur upp í lokin. Daníel (Andrésson) hélt okkur inn í leiknum lengi og bjargaði okkur“. „Eðlilega hefðum við átt að vera sex mörkum undir en við héldum okkur alltaf inn í leiknum og fórum síðan í gang í lokin“. HK-ingar réðu hreinlega ekkert við Atla í leiknum en hann skoraði þrjú mörk og fiskaði þrjú vítaköst. „Þyngdarpunkturinn er þarna rétt við parketið og því hentar það mér ágætlega að vera á línunni“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Atla með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ Sjá meira