Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 25-23 Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 8. desember 2011 15:17 Mynd/Anton FH vann frábæran sigur, 25-23, á HK í Kaplakrika í kvöld. FH var stóra hluta leiksins undir en komu sterkir inn á lokasprettinum og náðu að innbyrða flottan sigur. HK-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fjögur fyrstu mörk leiksins. FH-ingar svöruðu í sömu mynd og eftir nokkra mínútna leik var staðan 4-4. Staðan var virkilega jöfn út hálfleikinn og skiptust liðin á að hafa eins marks forystu. Stundum var eins og menn væru með olíu á höndunum í staðin fyrir harpex en leikmenn hentu boltanum trekk í trekk hreinlega útaf vellinum. HK hafði eins marks forystu í hálfleik 13-12 og útlit fyrir virkilega spennandi síðari hálfleik.HK byrjaði síðari hálfleikinn betur og voru með ákveðið frumkvæði stóra hluta hálfleiksins. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum komust heimamenn í fyrsta skipti yfir í leiknum og það reyndist heldur betur mikilvægt. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan orðin 23-21 fyrir heimamenn og þann mun héldu þeir út leiktímann. Leiknum lauk með sigri FH 25-23. Örn Ingi Bjarkason skoraði sex mörk fyrir FH, en maður leiksins var án efa Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, en hann varði 22 skot. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði átta mörk fyrir HK.Einar: Sýndum mikla seiglu í lokin„Þeir leiddu leikinn lengi vel en hann var samt sem áður alltaf gríðarlega jafn," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Við sýndum gríðarlega seiglu á lokakafla leiksins og ákveðnir leikmenn stigu upp. Hjalti Pálmason skoraði gríðarlega mikilvæg mörk hér í lokin. Liðið kláraði fyrst og fremst þennan leik með hörkubaráttu". Daníel Freyr Andrésson var frábær í marki FH-inga í kvöld og þar er greinilega á ferðinni mikið efni. „Danni var auðvita stórkostlegur í kvöld og var með yfir 50% skot, en lið á ekki að geta tapað þegar markvörðurinn er að verja svona vel. Hann sprakk út hjá okkur í fyrra og hefur verið alveg frábær í vetur," sagði Einar. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Kristinn: Fórum skelfilega með dauðafærin„Við vorum algjörir aular í restina," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir tapið í kvöld. „Við gerðum kannski mistök í lokin þegar við breyttum varnarleiknum, ætluðum að vera voðalega klókir en það kom í bakið á okkur". „Fyrst og fremst náðu við okkur ekki á strik sóknarlega í leiknum og það verðum við að skoða. Vörn og markvarsla voru í lagi en menn fundu sig ekki í sókninni. Við fengum heilan helling af dauðafærum sem við fórum illa með". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kristinn með því að ýta hér.Atli: Þyngdarpunkturinn er svona rétt við parketið„Þetta var mjög mikilvægur sigur þar sem liðið hefur spilað illa að undanförnu,“ sagði Atli Rúnar Steinþórsson, leikmaður FH, eftir sigurinn. „Frábært fyrir okkur að fá sigur hérna á heimavelli. Við vorum hreinlega hörmulegir stóran hluta leiksins, en náum aðeins að rífa okkur upp í lokin. Daníel (Andrésson) hélt okkur inn í leiknum lengi og bjargaði okkur“. „Eðlilega hefðum við átt að vera sex mörkum undir en við héldum okkur alltaf inn í leiknum og fórum síðan í gang í lokin“. HK-ingar réðu hreinlega ekkert við Atla í leiknum en hann skoraði þrjú mörk og fiskaði þrjú vítaköst. „Þyngdarpunkturinn er þarna rétt við parketið og því hentar það mér ágætlega að vera á línunni“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Atla með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
FH vann frábæran sigur, 25-23, á HK í Kaplakrika í kvöld. FH var stóra hluta leiksins undir en komu sterkir inn á lokasprettinum og náðu að innbyrða flottan sigur. HK-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fjögur fyrstu mörk leiksins. FH-ingar svöruðu í sömu mynd og eftir nokkra mínútna leik var staðan 4-4. Staðan var virkilega jöfn út hálfleikinn og skiptust liðin á að hafa eins marks forystu. Stundum var eins og menn væru með olíu á höndunum í staðin fyrir harpex en leikmenn hentu boltanum trekk í trekk hreinlega útaf vellinum. HK hafði eins marks forystu í hálfleik 13-12 og útlit fyrir virkilega spennandi síðari hálfleik.HK byrjaði síðari hálfleikinn betur og voru með ákveðið frumkvæði stóra hluta hálfleiksins. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum komust heimamenn í fyrsta skipti yfir í leiknum og það reyndist heldur betur mikilvægt. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan orðin 23-21 fyrir heimamenn og þann mun héldu þeir út leiktímann. Leiknum lauk með sigri FH 25-23. Örn Ingi Bjarkason skoraði sex mörk fyrir FH, en maður leiksins var án efa Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, en hann varði 22 skot. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði átta mörk fyrir HK.Einar: Sýndum mikla seiglu í lokin„Þeir leiddu leikinn lengi vel en hann var samt sem áður alltaf gríðarlega jafn," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Við sýndum gríðarlega seiglu á lokakafla leiksins og ákveðnir leikmenn stigu upp. Hjalti Pálmason skoraði gríðarlega mikilvæg mörk hér í lokin. Liðið kláraði fyrst og fremst þennan leik með hörkubaráttu". Daníel Freyr Andrésson var frábær í marki FH-inga í kvöld og þar er greinilega á ferðinni mikið efni. „Danni var auðvita stórkostlegur í kvöld og var með yfir 50% skot, en lið á ekki að geta tapað þegar markvörðurinn er að verja svona vel. Hann sprakk út hjá okkur í fyrra og hefur verið alveg frábær í vetur," sagði Einar. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Kristinn: Fórum skelfilega með dauðafærin„Við vorum algjörir aular í restina," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir tapið í kvöld. „Við gerðum kannski mistök í lokin þegar við breyttum varnarleiknum, ætluðum að vera voðalega klókir en það kom í bakið á okkur". „Fyrst og fremst náðu við okkur ekki á strik sóknarlega í leiknum og það verðum við að skoða. Vörn og markvarsla voru í lagi en menn fundu sig ekki í sókninni. Við fengum heilan helling af dauðafærum sem við fórum illa með". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kristinn með því að ýta hér.Atli: Þyngdarpunkturinn er svona rétt við parketið„Þetta var mjög mikilvægur sigur þar sem liðið hefur spilað illa að undanförnu,“ sagði Atli Rúnar Steinþórsson, leikmaður FH, eftir sigurinn. „Frábært fyrir okkur að fá sigur hérna á heimavelli. Við vorum hreinlega hörmulegir stóran hluta leiksins, en náum aðeins að rífa okkur upp í lokin. Daníel (Andrésson) hélt okkur inn í leiknum lengi og bjargaði okkur“. „Eðlilega hefðum við átt að vera sex mörkum undir en við héldum okkur alltaf inn í leiknum og fórum síðan í gang í lokin“. HK-ingar réðu hreinlega ekkert við Atla í leiknum en hann skoraði þrjú mörk og fiskaði þrjú vítaköst. „Þyngdarpunkturinn er þarna rétt við parketið og því hentar það mér ágætlega að vera á línunni“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Atla með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira