Viðskipti erlent

Seðlabankar heimsins taka höndum saman

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/AFP
Nokkrir af stærstu seðlabönkum heimsins hafa tekið höndum saman í viðleitni sinni til sporna gegn slaka í hagkerfum heimsins. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu seðlabankanna, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Að yfirlýsingunni standa Seðlabanki Bandaríkjanna, Seðlabanki Evrópu, Englandsbanki, Seðlabanki Kanada, Japans og Sviss.

Fyrst og fremst er í áréttað í yfirlýsingunni að seðlabankar muni kappkosta að auðvelda aðgengi að fjármagni og liðka þannig fyrir hagvaxtarhvata í hagkerfum.

Markaðir hafa brugðist vel við yfirlýsingunni og sýna víðast hvar miklar hækkanir. Þannig hækkaði Dax vísitalan þýska um 4% í kjölfar yfirlýsingarinnar og aðrir hlutabréfamarkaðir brugðust við með svipuðum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×