Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Tékkland 33-30 Stefán Árni Pálsson í Vodafonehöllinni skrifar 26. nóvember 2011 11:17 Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik lagði Tékka, x-x, öðru sinni í dag er þjóðirnar mættust í vináttulandsleik í Vodafonehöllinni. Ísland vann einnig leik þjóðanna í gær. Íslenska liðið mætti gríðarlega grimmt til leiks og hreinlega keyrði yfir tékkneska liðið í upphafi. Eftir 19 mínútna leik var munurinn tíu mörk, 14-4. Því forskoti náði íslenska liðið ekki að halda og Tékkarnir söxuðu jafnt og þétt niður forskot íslenska liðsins. Tékkarnir náðu þó aldrei að jafna leikinn eða gera hann verulega spennandi. Þetta var síðasti leikur íslenska liðsins fyrir HM í Brasilíu en stelpurnar leggja í hann eftir helgina. Ísland vann ágætan sigur á Tékklandi, 33-30, í vináttulandsleik í Vodafonehöllinni í dag, en þetta var í annað sinn á tveimur dögum sem liðin mættust. Það var ljóst frá upphafsmínútum leiksins í hvað stefndi en íslensku stelpurnar hreinlega keyrðu yfir þær tékknesku í fyrri hálfleik. Fljótlega var íslenska landsliðið komið með tíu marka forystu, 14-4, og allt stefndi í niðurlægingu. Staðan í hálfleik var 20-12, en þær Þórey Stefánsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir fóru á kostum í liði Íslands í hálfleiknum. Síðari hálfleikurinn var allt annar og þær tékknesku komu sterkari til leiks. Gestirnir unnu sig hægt og rólega aftur inn í leikinn og minnkuðu muninn minnst niður í tvö mörk, 31-29, þegar rúmlega ein mínúta var eftir. Þá tók Stella Sigurðardóttir leikinn í sínar hendur og skoraði tvö fín mörk fyrir Ísland. Stella Sigurðardóttir var atkvæðamest í liði Íslands með 10 mörk, en Þórey Stefánsdóttir skoraði átta.Þórey: Verðum að vera bjartsýnar fyrir HM „Frá bær fyrri hálfleikur hjá okkur í dag,“ sagði Þórey Stefánsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn í dag. „Við slökuðum allt of mikið á í þeim síðari. Við komum bara allt of afslappaðar til leiks út í seinni hálfleikinn, þær fóru að berja meira á okkur og láta okkur finna fyrir því“. „Það sem gekk vel hjá okkur í fyrri hálfleiknum voru hraðaupphlaup og vörn, en það hvarf hreinlega síðari hálfleiknum“. „Við erum allar svakalega spenntar fyrir heimsmeistaramótinu og mjög bjartsýnar“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Þórey hér að ofan. Guðný: Sýndum karakter að klára leikinn í dag „Mér finnst hafa verið jákvæð þróun hjá okkur í þessum leikjum við Tékka, en síðari hálfleikurinn var slappur hjá okkur í dag,“ sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn í dag. „Það sýnir samt vissan karakter að ná að klára leikinn í dag og við verðum bara að nýta okkur það“. „Þær skoruðu bara fjögur mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og við vorum að sýna magnaðan varnarleik“. „Við verðum að vera bjartsýnar fyrir mótið sjálft og ætlum okkur að komast upp úr riðlinum“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Guðný með því að ýta hér. Olís-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik lagði Tékka, x-x, öðru sinni í dag er þjóðirnar mættust í vináttulandsleik í Vodafonehöllinni. Ísland vann einnig leik þjóðanna í gær. Íslenska liðið mætti gríðarlega grimmt til leiks og hreinlega keyrði yfir tékkneska liðið í upphafi. Eftir 19 mínútna leik var munurinn tíu mörk, 14-4. Því forskoti náði íslenska liðið ekki að halda og Tékkarnir söxuðu jafnt og þétt niður forskot íslenska liðsins. Tékkarnir náðu þó aldrei að jafna leikinn eða gera hann verulega spennandi. Þetta var síðasti leikur íslenska liðsins fyrir HM í Brasilíu en stelpurnar leggja í hann eftir helgina. Ísland vann ágætan sigur á Tékklandi, 33-30, í vináttulandsleik í Vodafonehöllinni í dag, en þetta var í annað sinn á tveimur dögum sem liðin mættust. Það var ljóst frá upphafsmínútum leiksins í hvað stefndi en íslensku stelpurnar hreinlega keyrðu yfir þær tékknesku í fyrri hálfleik. Fljótlega var íslenska landsliðið komið með tíu marka forystu, 14-4, og allt stefndi í niðurlægingu. Staðan í hálfleik var 20-12, en þær Þórey Stefánsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir fóru á kostum í liði Íslands í hálfleiknum. Síðari hálfleikurinn var allt annar og þær tékknesku komu sterkari til leiks. Gestirnir unnu sig hægt og rólega aftur inn í leikinn og minnkuðu muninn minnst niður í tvö mörk, 31-29, þegar rúmlega ein mínúta var eftir. Þá tók Stella Sigurðardóttir leikinn í sínar hendur og skoraði tvö fín mörk fyrir Ísland. Stella Sigurðardóttir var atkvæðamest í liði Íslands með 10 mörk, en Þórey Stefánsdóttir skoraði átta.Þórey: Verðum að vera bjartsýnar fyrir HM „Frá bær fyrri hálfleikur hjá okkur í dag,“ sagði Þórey Stefánsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn í dag. „Við slökuðum allt of mikið á í þeim síðari. Við komum bara allt of afslappaðar til leiks út í seinni hálfleikinn, þær fóru að berja meira á okkur og láta okkur finna fyrir því“. „Það sem gekk vel hjá okkur í fyrri hálfleiknum voru hraðaupphlaup og vörn, en það hvarf hreinlega síðari hálfleiknum“. „Við erum allar svakalega spenntar fyrir heimsmeistaramótinu og mjög bjartsýnar“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Þórey hér að ofan. Guðný: Sýndum karakter að klára leikinn í dag „Mér finnst hafa verið jákvæð þróun hjá okkur í þessum leikjum við Tékka, en síðari hálfleikurinn var slappur hjá okkur í dag,“ sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn í dag. „Það sýnir samt vissan karakter að ná að klára leikinn í dag og við verðum bara að nýta okkur það“. „Þær skoruðu bara fjögur mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og við vorum að sýna magnaðan varnarleik“. „Við verðum að vera bjartsýnar fyrir mótið sjálft og ætlum okkur að komast upp úr riðlinum“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Guðný með því að ýta hér.
Olís-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira