Viðskipti erlent

Minni vandi að vinna olíu á norðurslóðum en talið var

Vandamálin við að vinna olíu í Barentshafi og norðurslóðum eru mun minni en áður var talið.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem háskólinn í Stavanger hefur unnið fyrir Olíueftirlit Noregs. Hinsvegar gerir kuldinn, myrkrið og langar vegalengdir frá landi það að verkum að skipuleggja verður vinnsluna með öðrum hætti en til dæmis í Norðursjónum.

Kjell Gunnar Dörum sérfræðingur hjá Olíueftirlitinu segir að búið sé að safna saman miklu af upplýsingum um olíuleit og vinnslu á Norðurslóðum. Það séu vissulega vandamál til staðar en jafnframt sé þegar til tækni og kunnátta til að leysa þau vandamál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×