Valskonur halda sigurgöngu sinni áfram - unnu HK með sjö mörkum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2011 15:25 Dagný Skúladóttir. Íslandsmeistarar Vals héldu sigurgöngu sinni áfram í N1 deild kvenna þegar þær unnu sjö marka sigur á HK, 32-25, í toppslag í Digranesi. Valsliðið er búið að vinna alla fimm deildarleiki sína á tímabilinu en HK hefur ekki náð að fylgja eftir frábærum sigri á Fram í fyrstu umferðinni. Valsliðið lagði grunninn að sigrinum með því að ná átta marka forystu í hálfleik en HK-liðið gafst ekki upp og náði að minnka muninn í tvö mörk í seinni hálfleik. Valsliðið gerði síðan út um leikinn og vógu hraðaupphlaupsmörkin þungt enda urðu þau alls fimmtán í leiknum. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Dagný Skúladóttir skoruðu báðar 7 mörk fyrir Val í dag og Karólína Bæhrenz Gunnarsdóttir var með sex mörk. Elín Anna Baldursdóttir skoraði 7 mörk fyrir HK og þær Brynja Magnúsdóttir og Jóna Sigríður Halldórsdóttir voru með fimm mörk hvor. HK var yfir rétt í upphafi leiks en Valskonur komust síðan í 4-2 og 7-4 og virtust vera að stinga af. Þrjú mörk HK í röð jöfnuðu hinsvegar leikinn í 7-7 og Stefán Arnarson, þjálfari Vals ákvað að taka leikhlé. Stefán kveikti greinilega vel í sínum stelpum því þær svöruðu með því að skora sex mörk í röð og komast í 13-7. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fór á kostum í upphafi leiksins og skoraði sjö af fyrstu tíu mörkum Valsliðsins í leiknum. Valur var síðan komið með átta marka forystu í hálfleik, 17-9, þar sem HK-vörnin galopnaðist hvað eftir annað þegar HK-stelpurnar voru að reyna að loka á Önnu inn á línunni. Hrafnhildur Skúladóttir var líka að spila mjög vel í sókninni í fyrri hálfleiknum. HK skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum seinni hálfleiksins og náði að minnka muninn í 18-13. Valsliðið skoraði næstu tvö mörk en annar góður sprettur HK (8-3) kom muninum niður í þrjú mörk, 25-23. Valsliðið hélt áfram að nýta sér hraðaupphlaupin og komst aftur fimm mörkum yfir, 29-24 en átta af tólf mörkum liðsins í seinni hálfleik höfðu þarna komið úr hraðaupphlaupum. Valsliðið gerði síðan út um leikinn á lokakaflanum og unnu frekar öruggan sigur.HK - Valur 25-32 (9-17)Mörk HK: Elín Anna Baldursdóttir 7/3, Brynja Magnúsdóttir 5/4, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5, Elísa Ósk Viðarsdóttir 3, Heiðrún Björk Helgadóttir 2, Emma Havin Davoody 1, Elva Björg Arnarsdóttir 1, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1.Varin skot: Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir 16Mörk Vals: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 7, Dagný Skúladóttir 7, Karólína Bæhrenz Gunnarsdóttir 6, Hrafnhildur Skúladóttir 4/1, Þorgerður Anna Atladóttir 4, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 4/1.Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 15, Sunneva Einarsdóttir 4. Olís-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals héldu sigurgöngu sinni áfram í N1 deild kvenna þegar þær unnu sjö marka sigur á HK, 32-25, í toppslag í Digranesi. Valsliðið er búið að vinna alla fimm deildarleiki sína á tímabilinu en HK hefur ekki náð að fylgja eftir frábærum sigri á Fram í fyrstu umferðinni. Valsliðið lagði grunninn að sigrinum með því að ná átta marka forystu í hálfleik en HK-liðið gafst ekki upp og náði að minnka muninn í tvö mörk í seinni hálfleik. Valsliðið gerði síðan út um leikinn og vógu hraðaupphlaupsmörkin þungt enda urðu þau alls fimmtán í leiknum. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Dagný Skúladóttir skoruðu báðar 7 mörk fyrir Val í dag og Karólína Bæhrenz Gunnarsdóttir var með sex mörk. Elín Anna Baldursdóttir skoraði 7 mörk fyrir HK og þær Brynja Magnúsdóttir og Jóna Sigríður Halldórsdóttir voru með fimm mörk hvor. HK var yfir rétt í upphafi leiks en Valskonur komust síðan í 4-2 og 7-4 og virtust vera að stinga af. Þrjú mörk HK í röð jöfnuðu hinsvegar leikinn í 7-7 og Stefán Arnarson, þjálfari Vals ákvað að taka leikhlé. Stefán kveikti greinilega vel í sínum stelpum því þær svöruðu með því að skora sex mörk í röð og komast í 13-7. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fór á kostum í upphafi leiksins og skoraði sjö af fyrstu tíu mörkum Valsliðsins í leiknum. Valur var síðan komið með átta marka forystu í hálfleik, 17-9, þar sem HK-vörnin galopnaðist hvað eftir annað þegar HK-stelpurnar voru að reyna að loka á Önnu inn á línunni. Hrafnhildur Skúladóttir var líka að spila mjög vel í sókninni í fyrri hálfleiknum. HK skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum seinni hálfleiksins og náði að minnka muninn í 18-13. Valsliðið skoraði næstu tvö mörk en annar góður sprettur HK (8-3) kom muninum niður í þrjú mörk, 25-23. Valsliðið hélt áfram að nýta sér hraðaupphlaupin og komst aftur fimm mörkum yfir, 29-24 en átta af tólf mörkum liðsins í seinni hálfleik höfðu þarna komið úr hraðaupphlaupum. Valsliðið gerði síðan út um leikinn á lokakaflanum og unnu frekar öruggan sigur.HK - Valur 25-32 (9-17)Mörk HK: Elín Anna Baldursdóttir 7/3, Brynja Magnúsdóttir 5/4, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5, Elísa Ósk Viðarsdóttir 3, Heiðrún Björk Helgadóttir 2, Emma Havin Davoody 1, Elva Björg Arnarsdóttir 1, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1.Varin skot: Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir 16Mörk Vals: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 7, Dagný Skúladóttir 7, Karólína Bæhrenz Gunnarsdóttir 6, Hrafnhildur Skúladóttir 4/1, Þorgerður Anna Atladóttir 4, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 4/1.Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 15, Sunneva Einarsdóttir 4.
Olís-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira