Viðskipti erlent

Há peningaverðlaun fyrir þann sem finnur lausn á evruvandanum

Yfir 600 hagfræðingar hafa lýst áhuga sínum á að leysa vandamálið hvernig hægt sé að slíta evrusamstarfinu. Há peningaverðlaun eru í boði.

Hagfræðingar fá hroll yfir hugsuninni um það öngþveiti sem verður ef eitt eða fleiri ríki á evrusvæðinu hætta að nota evrur og taki upp eigin mynt í staðinn. Enginn þeirra hefur þó lagt fram raunhæfa lausn um hvernig eigi að forðast þetta öngþveiti.

Simon Wolfsson forstjóri verslunarkeðjunnar Next hefur því ákveðið að veita 250.000 punda eða um 45 milljónum króna í verðlaun fyrir þann hagfræðing sem finnur þessa lausn. Það er hvernig hægt sé að leysa upp evrusamstarfið án þess að allt fari á hvolf í alþjóðlegum fjármálum.

Wolfsson segir í samtali við CNNMoney að gífurlegir hagsmunir almennings séu í hættu ef ekki takist vel til við þetta verkefni. Þess má geta að verðlaun Wolfsson eru næsthæsta upphæð sem hagfræðingur getur unnið sér inn á alþjóðavettvangi. Aðeins Nóbelsverðlaunin gefa meira fé af sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×