Dómari í Osló úrskurðaði í dag að fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik skyldi sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi í 12 vikur. Dómarinn segir ekki loku fyrir það skotið að Breivik gæti eyðilagt sönnunargögn fengi hann að ganga laus auk þess sem ekki sé útilokað að hann hafi fengið hjálp við að drýgja ódæðin í Osló og í Útey í júlí.
Breivik hefur verið í fjölmiðlabanni hingað til en því mun ljúka eftir fjórar vikur. Þá þarf hann að bíða í átta vikur til viðbótar eftir því að fá bréf og heimsóknir.
Nokkur þeirra ungmenna sem voru á Útey þegar Breivik lét til skarar skríða voru viðstödd úrskurðinn í dag en þetta var í fyrsta sinn sem réttað er yfir honum fyrir opnum tjöldum.
Breivik áfram í varðhaldi í tólf vikur hið minnsta

Mest lesið



Björguðu dreng úr gjótu
Innlent

Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent




Dæla tölvupóstum á ráðherra
Innlent

