Fótbolti

Villas-Boas: Hlutirnir eru ekki falla með okkur þessa dagana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andre Villas Boas.
Andre Villas Boas. Mynd/Nordic Photos/Getty
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, horfði upp á sína menn ná aðeins jafntefli á móti belgíska liðinu Genk í Meistaradeildinni í kvöld. Chelsea komst 1-0 yfir í fyrri hálfleik og átti að vera löngu búið að gera út um leikinn þegar Belgarnir jöfnuðu metin í þeim síðari.

„Fyrri hálfleikinn var mjög góður hjá okkur og við náðum þá því sem við vildum. Í seinni hálfleik duttum við niður og þá áttum við að vera með mun betri stjórn á leiknum," sagði Andre Villas-Boas.

„Við fengum frábær tækifæri til að vinna þennan leik. Hlutirnir eru bara ekki falla með okkur þessa dagana en þetta var leikur sem við vildum vinna. Það er samt ekki allt slæmt við það að ná jafntefli en við áttum að gera betur," sagði Villas-Boas.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×