Viðskipti erlent

Í tísku meðal fjárfesta að skortselja Kína

Helsta tískan í alþjóðlegum fjármálum þessa dagana er að skortselja Kína. Vogunarsjóðir og áhættufjárfestar telja að loftið sé byrjað að leka úr kínversku bólunni.

Tímaritið The Economist fjallaði nýlega um þessa strauma hjá fjárfestum. Þar segir að skortsala á hlutbréfamarkaðinum í Hong Kong hafi gefið vel af sér þar sem Hang Seng vísitalan hafi lækkað um 29% á þessu ári.

Skortsala felst í því að fjárfestar fá hlutabréf lánuð í skamman tíma, selja þau strax og veðja á að verð þeirra hafi lækkað þegar kemur að því að þurfa að kaupa bréfin aftur til að gera upp lánið.

Samkvæmt nýlegri skýrslu frá franska stórbankanum Societe Generale er Kína fjölmennasti  skortsölumarkaður heimins í augnabliku. Jim Chanos þekktur skortsölumaður segir að Kína sé um það bil að springa eins og Dubai sinnum þúsund, og þaðan af verra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×