Mikil dramatík í Grikklandi Magnús Halldórsson skrifar 3. nóvember 2011 23:20 Forsætisráðherra Grikklands rær nú lífróður. Fréttir af stöðu mála í landinu eru misvísandi. Mikil dramatík er nú í stjórnmálalífi Grikklands og er ekki ljóst enn hvernig landið liggur fyrir vantrausttillögu á ríkisstjórnina sem tekin verður fyrir á morgun. George Papandreou, forsætisráðherra, á í vök að verjast og reynir nú hvað hann getur til þess að fá stjórnarandstöðuna, og andstæðinga innan eigin flokks, til þess að samþykkja björgunaráætlun fyrir landið sem forystumenn evruríkjanna samþykktu í síðustu viku. Samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC er nú talið ólíklegt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um björgunaráætlunina eins og tilkynnt var um í gær. Andstaðan við þá ráðstöfun er mikil innan raða ríkisstjórnarinnar. Þá hafa tvær kannanir sýnt að yfir 60% Grikkja myndu fella málið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem flestir eru sammála um að þýði að landið yrði á köldum klaka og líkindum fara í þrot. Fjárfestar óttast að það geti leitt til dóminó-áhrifa með miklu verðfalli á eignum á skömmum tíma. Wall Street Journal greindi frá því í dag að þungir gjalddagar á skuldum Grikklands eru framundan í desember, eða 1,17 milljarðar evra þann 19. desember. Útilokað þykir að landið geti borgað þessar skuldir nema að vera búið að tryggja sér aðgang að fé úr björgunarsjóði ESB. Vaxtakjör á markaði fyrir landið eru slík að algjörlega öruggt þykir að landið geti ekki endurfjármagnað skuldir sínar. Fréttir af stöðu mála í landinu eru nokkuð misvísandi þessa stundina. Málin skýrast vafalítið eftir því sem fram vindur. Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Mikil dramatík er nú í stjórnmálalífi Grikklands og er ekki ljóst enn hvernig landið liggur fyrir vantrausttillögu á ríkisstjórnina sem tekin verður fyrir á morgun. George Papandreou, forsætisráðherra, á í vök að verjast og reynir nú hvað hann getur til þess að fá stjórnarandstöðuna, og andstæðinga innan eigin flokks, til þess að samþykkja björgunaráætlun fyrir landið sem forystumenn evruríkjanna samþykktu í síðustu viku. Samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC er nú talið ólíklegt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um björgunaráætlunina eins og tilkynnt var um í gær. Andstaðan við þá ráðstöfun er mikil innan raða ríkisstjórnarinnar. Þá hafa tvær kannanir sýnt að yfir 60% Grikkja myndu fella málið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem flestir eru sammála um að þýði að landið yrði á köldum klaka og líkindum fara í þrot. Fjárfestar óttast að það geti leitt til dóminó-áhrifa með miklu verðfalli á eignum á skömmum tíma. Wall Street Journal greindi frá því í dag að þungir gjalddagar á skuldum Grikklands eru framundan í desember, eða 1,17 milljarðar evra þann 19. desember. Útilokað þykir að landið geti borgað þessar skuldir nema að vera búið að tryggja sér aðgang að fé úr björgunarsjóði ESB. Vaxtakjör á markaði fyrir landið eru slík að algjörlega öruggt þykir að landið geti ekki endurfjármagnað skuldir sínar. Fréttir af stöðu mála í landinu eru nokkuð misvísandi þessa stundina. Málin skýrast vafalítið eftir því sem fram vindur.
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira