Viðskipti erlent

Kristjaníubúar kynna þjóðarhlutabréf á Wall Street

Þrír af íbúum Kristjaníu í Kaupmannahöfn eru nú staddir í New York og ætla þar að kynna fjárfestum á Wall Street hin nýju þjóðarhlutabréf í Kristjáníu sem álitlega fjárfestingu.

Þjóðarhlutabréfin voru gefin út til þess að aðstoða Kristjaníubúa við að kaupa fasteignirnar sem þeir búa í en samið var um slíkt við dönsk stjórnvöld fyrr í ár.

Um táknræna athöfn verður að ræða þar sem ekki er hægt að hagnast á þessum þjóðarhlutabréfum og raunar bannað að braska með þau.

Það sem helst vakir fyrir Kristjaníubúunum þremur er að skapa tengsl við Occupy Wall Street hreyfinguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×