Góðar líkur á að vinnanleg olía hafi fundist við Grænland 9. nóvember 2011 08:01 Góðar líkur eru á því að skoska olíufélagið Cairn Energy hafi loksins fundið vinnanlega olíu við Grænland. Fjallað er um málið í grænlenskum og dönskum fjölmiðlum en Cairn Energy sendi frá sér tilkynningu í gærdag um stöðuna í borholunni AT7 sem liggur í um 200 kílómetra fjarlægð í vestur frá Nuuk. Í þessari holu er félagið komið niður á 50 metra þykkt lag af svokölluðum olíusandi en slíkur sandur þykir gefa merki um að vinnanlega olíu sé að finna í jarðlögum á þessu svæði. Sandurinn fannst á um 900 metra dýpi en áætlað er að AT7 holan verði um 3.600 metra djúp. Þá hafa fundist merki um bæði olíu og gas í leðjunni sem dælt er jafnóðum upp úr holunni eftir því sem hún dýpkar. Sökum þess hve efnileg þessi borhola þykir hefur Cairn Energy fjárfest í rándýrum útbúnaði, sem kallast MDT og ætlað er að taka jarðvegssýni á miklu dýpi úr olíuborholum. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið kaupir slíkan útbúnað frá því að olíuleit þess hófst við Grænland. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Góðar líkur eru á því að skoska olíufélagið Cairn Energy hafi loksins fundið vinnanlega olíu við Grænland. Fjallað er um málið í grænlenskum og dönskum fjölmiðlum en Cairn Energy sendi frá sér tilkynningu í gærdag um stöðuna í borholunni AT7 sem liggur í um 200 kílómetra fjarlægð í vestur frá Nuuk. Í þessari holu er félagið komið niður á 50 metra þykkt lag af svokölluðum olíusandi en slíkur sandur þykir gefa merki um að vinnanlega olíu sé að finna í jarðlögum á þessu svæði. Sandurinn fannst á um 900 metra dýpi en áætlað er að AT7 holan verði um 3.600 metra djúp. Þá hafa fundist merki um bæði olíu og gas í leðjunni sem dælt er jafnóðum upp úr holunni eftir því sem hún dýpkar. Sökum þess hve efnileg þessi borhola þykir hefur Cairn Energy fjárfest í rándýrum útbúnaði, sem kallast MDT og ætlað er að taka jarðvegssýni á miklu dýpi úr olíuborholum. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið kaupir slíkan útbúnað frá því að olíuleit þess hófst við Grænland.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira