Áhyggjur vegna vanda Ítalíu magnast 9. nóvember 2011 20:30 Silvio Berlusconi er ekki vandamál Ítalíu, heldur alltof miklar skuldir og lokaðir lánamarkaðir. Áhyggjur fjárfesta af fjárhagsvanda Ítalíu hafa magnast í dag, þvert á það sem margir höfðu spáð fyrir um fyrir sólarhring síðan. Á vefsíðu Wall Street Journal í gær kom meðal annars fram að fjárfestar horfðu til þess með tilhlökkun að Silvio Berlusconi væri að hætta störfum. Yfirlýsing hans um að hann væri á útleið úr stjórnmálum sló hins vegar ekkert á þróunina á lánsfjármörkuðum. Áhættuálag á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu hækkaði snögglega í dag upp fyrir sjö prósent. Þetta þýðir að landið getur ekki endurfjármagnað skuldir sínar á þeim kjörum sem bjóðast nú. Vandinn er að þungir gjalddagar á lánum eru framundan. Fjárfestar trúa því að Ítalía muni ekki geta borgað þegar á hólminn er komið, og því hefur áhættuálagið á landið hækkað stöðugt. Fastlega er þó búist við að Seðlabanki Evrópu muni koma landinu til bjargar, en þó með þeim formerkjum, að stjórnvöld á Ítalíu verði búin að grípa til aðgerða í ríkisfjármálum sem gera það raunhæft að stunda undir skuldabyrði landsins. Til viðbótar við slæma stöðu ríkisins bætist síðan veikburða fjármálakerfi en lánshæfiseinkunnir allra stærstu banka landsins hafa lækkað um tvo flokka á síðustu tveimur mánuðum. Ítalía er þriðja stærsta hagkerfi evrusvæðisins á eftir því franska og þýska. Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Áhyggjur fjárfesta af fjárhagsvanda Ítalíu hafa magnast í dag, þvert á það sem margir höfðu spáð fyrir um fyrir sólarhring síðan. Á vefsíðu Wall Street Journal í gær kom meðal annars fram að fjárfestar horfðu til þess með tilhlökkun að Silvio Berlusconi væri að hætta störfum. Yfirlýsing hans um að hann væri á útleið úr stjórnmálum sló hins vegar ekkert á þróunina á lánsfjármörkuðum. Áhættuálag á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu hækkaði snögglega í dag upp fyrir sjö prósent. Þetta þýðir að landið getur ekki endurfjármagnað skuldir sínar á þeim kjörum sem bjóðast nú. Vandinn er að þungir gjalddagar á lánum eru framundan. Fjárfestar trúa því að Ítalía muni ekki geta borgað þegar á hólminn er komið, og því hefur áhættuálagið á landið hækkað stöðugt. Fastlega er þó búist við að Seðlabanki Evrópu muni koma landinu til bjargar, en þó með þeim formerkjum, að stjórnvöld á Ítalíu verði búin að grípa til aðgerða í ríkisfjármálum sem gera það raunhæft að stunda undir skuldabyrði landsins. Til viðbótar við slæma stöðu ríkisins bætist síðan veikburða fjármálakerfi en lánshæfiseinkunnir allra stærstu banka landsins hafa lækkað um tvo flokka á síðustu tveimur mánuðum. Ítalía er þriðja stærsta hagkerfi evrusvæðisins á eftir því franska og þýska.
Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira