Viðskipti erlent

Verð á gulli og olíu hækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á gulli og olíu fer nú aftur hækkandi. Ástæðan er að fjárfestar óttast að boðaðar aðgerðir leiðtoga evrulandanna gegn skuldakreppunni verði ekki nægilega öflugar.

Verð á gulli hefur nú hækkað þrjá daga í röð og er komið í tæpa 1.660 dollara fyrir únsuna. Verðið á þó töluvert í land með að slá verðmetið sem sett var s.l. sumar þegar það rauf 1.900 dollara múrinn.

Verð á olíu hefur einnig stigið upp á við í vikunni. Verðið á Brent olíunni er komið yfir 111 dollara á tunnuna og hefur ekki verið hærra á síðustu 12 vikum. Verð á bandarísku léttolíunni hefur hækkað enn meir og er komið yfir 91 dollara á tunnuna. Fyrr í mánuðinum fór verðið á léttolíunni niður í rúma 85 dollara á tunnuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×