Enn þokast lítið í NBA-deilunni. Nú greinir New York Daily News frá því að forráðamenn NBA-deildarinnar muni aflýsa tveimur vikum í viðbót af keppnistímabilinu.
Nú þegar er búið að aflýsa fyrstu tveim vikum tímabilsins eða samtals 100 leikjum. 102 leikjum til viðbótar verður því aflýst.
NBA-deildin mun því ekki hefjast fyrr en í fyrsta lagi í desember.
Engar viðræður milli eigenda og leikmanna eru skipulagðar á næstunni.
Körfubolti