FH og Akureyri drógust saman í 16-liða úrslitum Eimskipsbikarkeppni karla en dregið var í hádeginu. Haukar og Stjarnan mætast kvennamegin.
FH og Akureyri áttust við um Íslandsmeistaratitilinn í vor en Akureyri komst alla leið í úrslitaleikinn í bikarnum í fyrra. Þá tapaði liðið fyrir Val sem mætir 1. deildarliði ÍR í ár.
Valur og Fram sitja hjá kvennamegin en liðin mættust í úrslitaleiknum í fyrra. Hér fyrir neðan má sjá alla leikina.
Fylgst var með drættinum á Twitter-þræði íþróttadeildar Vísis og Fréttablaðsins, @VisirSport.
Eimskipsbikar karla:
Afturelding - Grótta
ÍR - Valur
Hörður - Stjarnan 2
FH - Akureyri
Stjarnan - HK
Valur 2 - Fram
ÍBV 2 - HK 2
ÍBV - Haukar
Leikirnir fara fram 13. og 14. nóvember.
Eimskipsbikar kvenna:
Víkingur - Selfoss
Grótta - íR
Afturelding - ÍBV
HK - Fylkir
Haukar - Stjarnan
FH - KA/Þór
Valur og Fram sitja hjá. Leikirnir fara fram 15. og 16. nóvember.
FH fær Akureyri í heimsókn í bikarnum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
