Viðskipti erlent

BlackBerry-þjónustan liggur enn niðri

Skilaboðaþjónusta BlackBerry liggur niðri annan daginn í röð.
Skilaboðaþjónusta BlackBerry liggur niðri annan daginn í röð. mynd/AFP
Notendur Blackberry snjallsímanna eru æfir annan daginn í röð. Skilaboðaþjónusta BlackBerry liggur enn niðri í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. Vandamálið má rekja til galla í tækjunum sem lokar fyrir internetaðgang þeirra.

Í morgun gaf Research inMotion - fyrirtækið sem framleiðir BlackBerry - frá sér yfirlýsingu þar sem vandamálið var sagt vera úr sögunni. Þegar leið á daginn var ljóst að svo var ekki.

Þjónustuaðilar BlackBerry víðsvegar um heiminn hafa beðið notendur snjallsímanna afsökunar á óþægindunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×