Enski boltinn

Carlos Tevez stendur við fyrri orð: Allt bara misskilningur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez.
Carlos Tevez. Mynd/Nordic Photos/Getty
Carlos Tevez ætlar ekki að viðurkenna neina sekt í deilumáli sínu við Manchester City og Argentínumaðurinn heldur því enn fram að hann hafi ekki neitað að koma inn á í Meistaradeildarleik liðsins á móti Bayern München í lok síðasta mánaðar.

Manchester City gaf fyrr í kvöld út yfirlýsingu um það, að fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar á því sem gerðist á Allianz Arena 27. september síðastliðinn, bendi til þess að Argentínumaðurinn hafi orðið vís að samningsbroti við félagið.

Tevez hefur alltaf talað um að þarna hafi verið um misskilning að ræða og að hann hafi aldrei neitað að fara inn á völlinn. Það nýjast sem kemur úr herbúðum hans er það að Tevez standi við yfirlýsinguna sem hann gaf frá sér daginn eftir atburðina í München.

Carlos Tevez sleppur úr verkbanninu á morgun og á að mæta á æfingu hjá Roberto Mancini í fyrramálið samkvæmt fyrrnefndri fréttatilkynningu frá Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×