Handbolti

Eyjastúlkur byrja mótið á sigri - FH vann Hauka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingibjörg Pálmadóttir skoraði 8 mörk í dag.
Ingibjörg Pálmadóttir skoraði 8 mörk í dag.
ÍBV vann 25-24 sigur á Gróttu í fyrstu umferð N1 deildar kvenna í handbolta í dag. Leikurinn var jafn og spennandi en staðan var 15-15 í hálfleik. FH vann 31-28 sigur á Haukum í hinum leik dagsins en Valur og HK unnu sína leiki í fyrstu umferðinni í gær.

Ester Óskarsdóttir skoraði 7 mörk fyrir ÍBV-liðið og Þórsteina Sigurbjörnsdóttir var með 6 mörk. Florentina Stanciu vann þarna sinn fyrsta leik í endurkomu sinni til Eyja.Sunna María Einarsdóttir skoraði 10 mörk fyrir Gróttuliðið en það dugði ekki til sigurs en Sunna María kom til Gróttu frá Fylki á dögunum.

Ingibjörg Pálmadóttir skoraði 8 mörk fyrir FH og Birna Íris Helgadóttir var með 7 mörk. Sandra Sif Sigurjónsdóttir skoraði níu mörk fyrir Hauka.



Úrslit og markaskorarar úr N1 deild kvenna í dag:

ÍBV-Grótta 25-24 (15-15)

Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 7, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 6, Kristrún Hlynsdóttir 4, Mariana Trbojevic 4, Aníta Elíasdóttir 3, Ivana Mladeuovic 1.

Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 10, Unnur Ómarsdóttir 2, Guðríður Ósk Jónsdóttir 2, Lovísa Rós Jóhannsdóttir 2, Tinna Laxdal Gautadóttir 2, Björg Fenger 2, Sigrún Birna Arnardóttir 2, Ásgerður Dúa Jóhannsdóttir 1, Rebekka Guðmundsdóttir 1.



FH-Haukar 31-28 (12-12)

Mörk FH: Ingibjörg Pálmadóttir 8, Birna Íris Helgadóttir 7, Kristrún Steinþórsdóttir 6, Sigrún Jóhannsdóttir 4, Indíana Nanna Jóhannsdóttir 3, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 3.

Mörk Hauka: Sandra Sif Sigurjónsdóttir 9, Viktoría Valdimarsdóttir 5, Karen Helga Sigurjónsdóttir 4, Erla Eiríksdóttir 3, Marija Gedroit 3, Ásta Björk Agnarsdóttir 2, Elsa Björg Árnadóttir 2.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×