Ari tekur við kvennaliði KR af Hrafni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2011 15:14 Hrafn Kristjánsson og dómarinn Björgvin Rúnarsson. Mynd/Valli Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta í stað Hrafns Kristjánssonar sem hefur stýrt liðinu undanfarið ár, rétt eins og karlaliði félagsins. Hrafn heldur áfram að þjálfa karlaliðið sem varð Íslands- og bikarmeistari undir stjórn Hrafns á síðasta keppnistímabili. Kvennaliðið komst í úrslitaleik bikarkeppninnar sem og undanúrslit úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar en tapaði í bæði skiptin fyrir Keflavík sem vann tvöfalt síðastliðinn vetur. Fram kemur í fréttatilkynningu frá KR að um skipulagsbreytingu sé að ræða og ásamt verði náið samstarf á milli körfuboltaþjálfara KR. Tilkynning KR: „Skipulagsbreytingar í Vesturbænum: Ari Gunnarsson tekur við kvennaliði KR Stjórn Körfuknattleiksdeildar KR hefur, í samráði við þá Hrafn Kristjánsson og Ara Gunnarsson, ákveðið að gera ákveðnar skipulagsbreytingar hvað varðar þjálfun og starf meistaraflokka félagsins. Felast breytingarnar í því að Ari tekur við þjálfun kvennaliðs KR og Hrafn einbeitir sér að fullu að þjálfun Íslandsmeistara KR í meistaraflokki karla. Samvinna flokkanna tveggja verður sem fyrr mikil og munu þeir Hrafn, Ari, Hallgrímur Brynjólfsson og yfirþjálfari yngri flokka Finnur Stefánsson halda áfram þeirri markvissu afreksstefnu og samstarfi elstu flokka félagsins sem hefur verið til prýði það sem af er tímabils. Stjórn Körfuknattleiksdeildar vill koma á framfæri ánægju og þakklæti sínu fyrir störf Hrafns með kvennalið félagsins fram að þessu og um leið fagna auknu vægi Ara í starfi félagsins. Ari Gunnarsson er öllu vanur úr boltanum og á langan feril, jafnt sem leikmaður og þjálfari. Ari lék alls 289 leiki á 19 árum í efstu deild í körfuknattleik með Val, Skallagrím og Hamri við góðan orðstír. Þjálfaraferill Ara í meistaraflokki hófst tímabilið 2006-2007 þegar hann tók við stöðu þjálfara meistaraflokks kvenna hjá Hamri auk stöðu aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla hjá Pétri Ingvarssyni. Næstu tvö tímabil gegndi hann þessum tveimur stöðum áfram áður en hann hélt á heimaslóðir og tók við kvennaliði Vals tímabilið 2009-2010. Tímabilið 2010-2011 þjálfaði hann svo lið Leiknis í fyrstu deild karla. f.h. körfuknattleiksdeildar KR Böðvar E. Guðjónsson Formaður“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta í stað Hrafns Kristjánssonar sem hefur stýrt liðinu undanfarið ár, rétt eins og karlaliði félagsins. Hrafn heldur áfram að þjálfa karlaliðið sem varð Íslands- og bikarmeistari undir stjórn Hrafns á síðasta keppnistímabili. Kvennaliðið komst í úrslitaleik bikarkeppninnar sem og undanúrslit úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar en tapaði í bæði skiptin fyrir Keflavík sem vann tvöfalt síðastliðinn vetur. Fram kemur í fréttatilkynningu frá KR að um skipulagsbreytingu sé að ræða og ásamt verði náið samstarf á milli körfuboltaþjálfara KR. Tilkynning KR: „Skipulagsbreytingar í Vesturbænum: Ari Gunnarsson tekur við kvennaliði KR Stjórn Körfuknattleiksdeildar KR hefur, í samráði við þá Hrafn Kristjánsson og Ara Gunnarsson, ákveðið að gera ákveðnar skipulagsbreytingar hvað varðar þjálfun og starf meistaraflokka félagsins. Felast breytingarnar í því að Ari tekur við þjálfun kvennaliðs KR og Hrafn einbeitir sér að fullu að þjálfun Íslandsmeistara KR í meistaraflokki karla. Samvinna flokkanna tveggja verður sem fyrr mikil og munu þeir Hrafn, Ari, Hallgrímur Brynjólfsson og yfirþjálfari yngri flokka Finnur Stefánsson halda áfram þeirri markvissu afreksstefnu og samstarfi elstu flokka félagsins sem hefur verið til prýði það sem af er tímabils. Stjórn Körfuknattleiksdeildar vill koma á framfæri ánægju og þakklæti sínu fyrir störf Hrafns með kvennalið félagsins fram að þessu og um leið fagna auknu vægi Ara í starfi félagsins. Ari Gunnarsson er öllu vanur úr boltanum og á langan feril, jafnt sem leikmaður og þjálfari. Ari lék alls 289 leiki á 19 árum í efstu deild í körfuknattleik með Val, Skallagrím og Hamri við góðan orðstír. Þjálfaraferill Ara í meistaraflokki hófst tímabilið 2006-2007 þegar hann tók við stöðu þjálfara meistaraflokks kvenna hjá Hamri auk stöðu aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla hjá Pétri Ingvarssyni. Næstu tvö tímabil gegndi hann þessum tveimur stöðum áfram áður en hann hélt á heimaslóðir og tók við kvennaliði Vals tímabilið 2009-2010. Tímabilið 2010-2011 þjálfaði hann svo lið Leiknis í fyrstu deild karla. f.h. körfuknattleiksdeildar KR Böðvar E. Guðjónsson Formaður“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira