Viðskipti erlent

Milljarðasta niðurhal Google Earth

Sýndarheimsforrit Google er afar vinsælt.
Sýndarheimsforrit Google er afar vinsælt. mynd/AFP
Google tilkynnti í dag að náð hefur verið í sýndarheimsforrit þeirra Google Earth í milljarðasta skiptið.

Forritið gerir notendum kleyft að skoða plánetuna eins og hún leggur sig, ásamt því að skoða hafsbotna hennar. Einnig er hægt að grandskoða yfirborð plánetunnar Mars.

Fyrir nokkrum dögum tilkynnti síðan Apple um 10. milljarðasta niðurhalið í vefbúð sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×