Þorgerður Anna ekki valin í landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2011 11:31 Þorgerður Anna Atladóttir kemst ekki í íslenska landsliðið. Ole Nielsen Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur valið þá leikmenn sem munu taka þátt í leikjum liðsins í undankeppni EM 2012 síðar í mánuðinum. Þorgerður Anna Atladóttir, leikmaður Vals, er ekki valin að þessu sinni. Ágúst Jóhannesson landsliðsþjálfari segir að hann telji aðra leikmenn henta betur í leikina gegn Spáni og Úkraínu. „Ég ákvað að hvíla hana í þetta skiptið. Þorgerður stóð sig vel í Meistarakeppni HSÍ í haust og skoraði mörg mörk en notaði líka kannski nokkuð margar tilraunir. En hún er klárlega í mínum framtíðarplönum," sagði Ágúst við Vísi í dag. „Það eru fleiri leikmenn sem hafa verið að standa sig vel eins og Ragnhildur Rósa (Guðmundsdóttir) sem munu nýtast liðinu betur í þessum verkefnum." „Ég valdi átján leikmenn í þetta skiptið en er með 20-25 nöfn á blaði sem eru og verða áfram í myndinni hjá mér." Ísland hefur leik í undankeppninni gegn Spáni á útivelli fimmtudaginn 20. október. Liðið leikur svo gegn Úkraínu þremur dögum síðar í Laugardalsvelli. Þar að auki er Sviss í sama riðli en fyrirfram má reikna með því að baráttan um að fylgja Spánverjum upp úr riðlinum standi á milli Íslands og Úkraínu. „Spánn er líklega með sterkasta liðið og það er ljóst að leikurinn á Spáni verður mjög erfiður. Úkraína er heldur ekkert grín þrátt fyrir að við unnum liðið örugglega síðasta þegar við mættumst. Það er ljóst að heimaleikurinn gegn Úkraínu verður afar mikilvægur."Landsliðshópurinn:Markverðir: Guðný Jenny Ásmundsdóttir, Val Guðrún Ósk Maríasdóttir, Fram Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir, HKAðrir leikmenn: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val Arna Sif Pálsdóttir, Aalborg Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram Birna Berg Haraldsdóttir, Fram Brynja Magnúsdóttir, HK Dagný Skúladóttir, Valur Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Stjörnunni Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Val Karen Knútsdóttir, HSG Blomberg-Lippe Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, Valur Rakel Dögg Bragadóttir (fyrirliði), Levanger HK Rut Jónsdóttir, Team Tvis Holstebro Sólveig Lára Kjærnested, Stjörnunni Stella Sigurðardóttir, Fram Þórey Rósa Stefánsdóttir, Team Tvis Holstebro Íslenski handboltinn Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur valið þá leikmenn sem munu taka þátt í leikjum liðsins í undankeppni EM 2012 síðar í mánuðinum. Þorgerður Anna Atladóttir, leikmaður Vals, er ekki valin að þessu sinni. Ágúst Jóhannesson landsliðsþjálfari segir að hann telji aðra leikmenn henta betur í leikina gegn Spáni og Úkraínu. „Ég ákvað að hvíla hana í þetta skiptið. Þorgerður stóð sig vel í Meistarakeppni HSÍ í haust og skoraði mörg mörk en notaði líka kannski nokkuð margar tilraunir. En hún er klárlega í mínum framtíðarplönum," sagði Ágúst við Vísi í dag. „Það eru fleiri leikmenn sem hafa verið að standa sig vel eins og Ragnhildur Rósa (Guðmundsdóttir) sem munu nýtast liðinu betur í þessum verkefnum." „Ég valdi átján leikmenn í þetta skiptið en er með 20-25 nöfn á blaði sem eru og verða áfram í myndinni hjá mér." Ísland hefur leik í undankeppninni gegn Spáni á útivelli fimmtudaginn 20. október. Liðið leikur svo gegn Úkraínu þremur dögum síðar í Laugardalsvelli. Þar að auki er Sviss í sama riðli en fyrirfram má reikna með því að baráttan um að fylgja Spánverjum upp úr riðlinum standi á milli Íslands og Úkraínu. „Spánn er líklega með sterkasta liðið og það er ljóst að leikurinn á Spáni verður mjög erfiður. Úkraína er heldur ekkert grín þrátt fyrir að við unnum liðið örugglega síðasta þegar við mættumst. Það er ljóst að heimaleikurinn gegn Úkraínu verður afar mikilvægur."Landsliðshópurinn:Markverðir: Guðný Jenny Ásmundsdóttir, Val Guðrún Ósk Maríasdóttir, Fram Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir, HKAðrir leikmenn: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val Arna Sif Pálsdóttir, Aalborg Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram Birna Berg Haraldsdóttir, Fram Brynja Magnúsdóttir, HK Dagný Skúladóttir, Valur Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Stjörnunni Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Val Karen Knútsdóttir, HSG Blomberg-Lippe Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, Valur Rakel Dögg Bragadóttir (fyrirliði), Levanger HK Rut Jónsdóttir, Team Tvis Holstebro Sólveig Lára Kjærnested, Stjörnunni Stella Sigurðardóttir, Fram Þórey Rósa Stefánsdóttir, Team Tvis Holstebro
Íslenski handboltinn Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira