Örlög Dexia ráðast í dag 9. október 2011 12:01 Forsvarsmenn fransk-belgíska bankans Dexia hittast í Brussel í dag til að ákvarða örlög bankans sem er fyrsta fórnarlamb skuldakreppunnar í Evrópu. Þá munu Frakklandsforseti og Kanslari Þýskalands funda í Berlín um næstu skref. Viðskipti með hlutabréf í Dexia hafa legið niðri síðan á fimmtudag en bankinn stendur frammi fyrir 700 milljarða dollara lánsáhættu, meðal annars í grískum og ítölskum ríkisskuldabréfum. Dexía rambar nú á barmi gjaldþrots eftir lausafjárvanda í síðustu viku en stjórn bankans mun hittast í dag og þess er vænt að þar verði tekin ákvörðun um að brjóta bankann upp í einingar og skilja að slæmar rekstrareiningar. Þá munu Nicolas Sarkozy forseti Frakklands og Angela Merkel kanslari Þýskalands hittast í Berlín í dag til að ræða skuldavanda Evuríkjanna og hvernig skuli reyna að hefta útbreiðslu vandans, en þar er talið að vandi Dexía verði orfarlega á blaði. Þjóðirnar hafa einnig deilt um hvernig skuli takast á við vandann en talið er að evrópskir bankar þurfi 100 til 200 milljarða evra til að geta staðið af sér krísuna. Frakkar vilja nota neyðarsjóð evruríkjanna til að endurfjármagna franska banka en Þjóðverjar vilja einungis nota sjóðinn í algjörri neyð. Fylgst er náið með viðbrögðum stjórnvalda í Evrópu við vanda Dexía sem talinn er gefa fyrirheit um það hvernig tekið verður á vanda annarra banka ef skuldavandi Evruþjóðanna heldur áfram að versna. Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Forsvarsmenn fransk-belgíska bankans Dexia hittast í Brussel í dag til að ákvarða örlög bankans sem er fyrsta fórnarlamb skuldakreppunnar í Evrópu. Þá munu Frakklandsforseti og Kanslari Þýskalands funda í Berlín um næstu skref. Viðskipti með hlutabréf í Dexia hafa legið niðri síðan á fimmtudag en bankinn stendur frammi fyrir 700 milljarða dollara lánsáhættu, meðal annars í grískum og ítölskum ríkisskuldabréfum. Dexía rambar nú á barmi gjaldþrots eftir lausafjárvanda í síðustu viku en stjórn bankans mun hittast í dag og þess er vænt að þar verði tekin ákvörðun um að brjóta bankann upp í einingar og skilja að slæmar rekstrareiningar. Þá munu Nicolas Sarkozy forseti Frakklands og Angela Merkel kanslari Þýskalands hittast í Berlín í dag til að ræða skuldavanda Evuríkjanna og hvernig skuli reyna að hefta útbreiðslu vandans, en þar er talið að vandi Dexía verði orfarlega á blaði. Þjóðirnar hafa einnig deilt um hvernig skuli takast á við vandann en talið er að evrópskir bankar þurfi 100 til 200 milljarða evra til að geta staðið af sér krísuna. Frakkar vilja nota neyðarsjóð evruríkjanna til að endurfjármagna franska banka en Þjóðverjar vilja einungis nota sjóðinn í algjörri neyð. Fylgst er náið með viðbrögðum stjórnvalda í Evrópu við vanda Dexía sem talinn er gefa fyrirheit um það hvernig tekið verður á vanda annarra banka ef skuldavandi Evruþjóðanna heldur áfram að versna.
Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira