Margrét Kara: Náðum að drepa þær í seinni hálfleik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2011 19:32 „Við kláruðum þetta í seinni hálfleik en mér fannst þetta opið í hálfleik. Við náðum að drepa þær í seinni,“ sagði Margrét Kara Sturludóttir sem átti frábæran leik í sigri KR á Keflavík í dag í Meistaraleik KKÍ. „Um leið og við förum að spila góða vörn falla hlutirnir með okkur. Við leggjum upp með að spila sem bestu og grimmustu vörnina og þá kemur hitt allt saman,“ sagði Kara sem 22 stig og tók 10 fráköst. KR-liðið hefur gengið í gegnum miklar breytingar frá því í fyrra. Mikilvægir leikmenn hafa yfirgefið félagið en nýir sterkir leikmenn komnir í stað þeirra. „Við erum stelpur úr öllum áttum og erum ennþá að pússa okkur saman. Þetta lítur bara vel út,“ sagði Kara. Reyana Colson, Bandaríkjamaðurinn í liði KR, átti frábæran leik og virðist falla vel inn í lið Vesturbæinga. „Hún spilaði virkilega vel í kvöld. Þetta er frábær varnarmaður og yndislegt að hafa hana fyrir framan sig að spila vörn. Þá getur maður verið að einbeita sér að stela boltum.“ Colson var afar dugleg fremst á vellinum að pressa unga dripplara Keflavíkur. „Hún (Colson) er auðvitað algjör varnarmaður fyrst og fremst. Þótt hún sé að skora helling er það allt úr stolnum boltum, svolítið eins og Marcus Walker í karlaliðinu í fyrra. Það er lottó að fá svona leikmann,“ sagði Kara sem telur að Keflavíkurstúlkur vanti afgerandi dripplara. Keflavík lagði KR-stúlkur í úrslitum Lengjubikarsins á dögunum. Í dag virkuðu liðin í tveimur gæðaflokkum því yfirburðir KR-stúlkna voru mjög miklir. „Okkur gekk ekki vel þá. Vorum engan ekki tilbúnar, spiluðum nánast enga vörn og tókum engin fráköst. Við komum líka sárar tilbaka og fengum að hefna.“ Kara segir sérstaklega skemmtilegt að leggja Keflavík að velli. „Já, það er náttúrulega gamla liðið mitt. Það er verra að tapa á móti þeim og skemmtilegra að vinna.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
„Við kláruðum þetta í seinni hálfleik en mér fannst þetta opið í hálfleik. Við náðum að drepa þær í seinni,“ sagði Margrét Kara Sturludóttir sem átti frábæran leik í sigri KR á Keflavík í dag í Meistaraleik KKÍ. „Um leið og við förum að spila góða vörn falla hlutirnir með okkur. Við leggjum upp með að spila sem bestu og grimmustu vörnina og þá kemur hitt allt saman,“ sagði Kara sem 22 stig og tók 10 fráköst. KR-liðið hefur gengið í gegnum miklar breytingar frá því í fyrra. Mikilvægir leikmenn hafa yfirgefið félagið en nýir sterkir leikmenn komnir í stað þeirra. „Við erum stelpur úr öllum áttum og erum ennþá að pússa okkur saman. Þetta lítur bara vel út,“ sagði Kara. Reyana Colson, Bandaríkjamaðurinn í liði KR, átti frábæran leik og virðist falla vel inn í lið Vesturbæinga. „Hún spilaði virkilega vel í kvöld. Þetta er frábær varnarmaður og yndislegt að hafa hana fyrir framan sig að spila vörn. Þá getur maður verið að einbeita sér að stela boltum.“ Colson var afar dugleg fremst á vellinum að pressa unga dripplara Keflavíkur. „Hún (Colson) er auðvitað algjör varnarmaður fyrst og fremst. Þótt hún sé að skora helling er það allt úr stolnum boltum, svolítið eins og Marcus Walker í karlaliðinu í fyrra. Það er lottó að fá svona leikmann,“ sagði Kara sem telur að Keflavíkurstúlkur vanti afgerandi dripplara. Keflavík lagði KR-stúlkur í úrslitum Lengjubikarsins á dögunum. Í dag virkuðu liðin í tveimur gæðaflokkum því yfirburðir KR-stúlkna voru mjög miklir. „Okkur gekk ekki vel þá. Vorum engan ekki tilbúnar, spiluðum nánast enga vörn og tókum engin fráköst. Við komum líka sárar tilbaka og fengum að hefna.“ Kara segir sérstaklega skemmtilegt að leggja Keflavík að velli. „Já, það er náttúrulega gamla liðið mitt. Það er verra að tapa á móti þeim og skemmtilegra að vinna.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira