Umfjöllun: Flautukarfa Páls Axels tryggði Grindavík sigur Kolbeinn Tumi Daðason í DHL-höllinni skrifar 9. október 2011 21:02 Páll Axel Vilbergsson var hetja Grindavíkur. Páll Axel Vilbergsson var hetja Grindvíkinga í 87-85 sigri á KR-ingum í Meistaraleik KKÍ í DHL-höllinni í kvöld. Páll Axel skoraði magnaða flautukröfu og tryggði Grindvíkingum dramatískan sigur. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleiknum í DHL-höllinni. Þeir höfðu tveggja stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta, 23-25, og bættu í fyrri hluta annars leikhluta. Jóhann Árni Ólafsson var iðinn við kolann skoraði tólf stig. Í stöðunni 33-44 Grindvíkingum í vil tóku KR-ingar við sér. Þeir pressuðu hátt á vellinum og breyttu í svæðisvörn. Það gekk fullkomlega upp. Liðið skoraði síðustu tíu stig hálfleiksins og eins stigs munur á liðunum í hálfleik 43-44. David Tairu, annar af tveimur Könum KR-liðsins, fór fyrir Vesturbæingum í hálfleiknum. Tairu skoraði 13 stig og tók sjö fráköst. Gestirnir frá Grindavík hófu seinni hálfleikinn betur en KR-ingar voru þó aldrei langt undan. Þeir skoruðu fimm stig á fimm sekúndum undir lok þriðja leikhluta þar sem Emil Jóhannsson skoraði flautukörfu fyrir utan. Staðan 67-67 og allt í járnum. Enn á ný tóku Grindvíkingar frumkvæðið í fjórða leikhluta og komust í 69-74. Þá skoruðu KR-ingar fimm stig á örfáum sekúndum og unnu boltann í kjölfarið. Helgi Jónas Guðfinsson, þjálfari Grindavíkur, tók umsvifalaust leikhlé. Leikhléið bara ekki árangur. KR-ingar voru afar grimmir í vörninni og gáfu Grindvíkingum engann frið. Þeir komust yfir 75-74 í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 3-0. Þeir létu kné fylgja kviði og í stöðunni 79-76 fyrir KR og þrjár mínútur til leiksloka tók Helgi Jónas aftur leikhlé. Mikil spenna var síðustu mínúturnar. Þorleifur Ólafsson skoraði úr tveimur vítaskotum og í næstu sókn tróð Sigurður Þorsteinsson með tilþrifum og kom gestunum yfir á nýjan leik 79-80. Staðan var 82-82 þegar síðasta mínútan fór í hönd. Giordan Watson sótti villu, skoraði úr tveimur vítaskotum og kom gestunum tveimur stigum yfir. Emil Jóhannsson gerði slíkt hið sama á hinum enda vallarins en nýtti aðeins annað skotið. KR-ingar pressuðu Grindvíkinga og unnu fljótlega boltann. Brotið var á David Tairu sem fór á línuna þegar 14 sekúndur voru eftir. Hann nýtti bæði skotin og KR-ingar komnir yfir. Þorleifur Ólafsson bar upp boltann og átti skot sem geigaði. Knötturinn hafnaði útaf og Grindvíkingar áttu innkast þegar hálf sekúnda var eftir. Páll Axel Vilbergsson, sem hafði látið lítið fyrir sér fara, fékk boltann galopinn fyrir utan þriggja stiga línuna og skoraði. Ótrúleg karfa og magnaður endir á fjörugum leik. Giordon Watson var atkvæðamestur Grindvíkinga í kvöld. Hann skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Ólafur Ólafsson skoraði 14 stig, tók 5 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. David Tairu fór fyrir KR-ingum í kvöld. Hann skoraði 26 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hreggviður Magnússon kom næstur með 20 stig og 6 fráköst.KR-Grindavik 85-87 (43-46)KR: David Tairu 26/9 fráköst, Hreggviður Magnússon 20/6 fráköst, Edward Lee Horton Jr. 11/8 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 9/6 stolnir, Skarphéðinn Freyr Ingason 7, Martin Hermannsson 5, Finnur Atli Magnusson 5/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 2/4 fráköst.Grindavik: Giordan Watson 24/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst/3 varin skot, Jóhann Árni Ólafsson 13, Páll Axel Vilbergsson 12/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/9 fráköst/4 varin skot, Ómar Örn Sævarsson 7/9 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 6, Ármann Vilbergsson 3. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Páll Axel Vilbergsson var hetja Grindvíkinga í 87-85 sigri á KR-ingum í Meistaraleik KKÍ í DHL-höllinni í kvöld. Páll Axel skoraði magnaða flautukröfu og tryggði Grindvíkingum dramatískan sigur. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleiknum í DHL-höllinni. Þeir höfðu tveggja stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta, 23-25, og bættu í fyrri hluta annars leikhluta. Jóhann Árni Ólafsson var iðinn við kolann skoraði tólf stig. Í stöðunni 33-44 Grindvíkingum í vil tóku KR-ingar við sér. Þeir pressuðu hátt á vellinum og breyttu í svæðisvörn. Það gekk fullkomlega upp. Liðið skoraði síðustu tíu stig hálfleiksins og eins stigs munur á liðunum í hálfleik 43-44. David Tairu, annar af tveimur Könum KR-liðsins, fór fyrir Vesturbæingum í hálfleiknum. Tairu skoraði 13 stig og tók sjö fráköst. Gestirnir frá Grindavík hófu seinni hálfleikinn betur en KR-ingar voru þó aldrei langt undan. Þeir skoruðu fimm stig á fimm sekúndum undir lok þriðja leikhluta þar sem Emil Jóhannsson skoraði flautukörfu fyrir utan. Staðan 67-67 og allt í járnum. Enn á ný tóku Grindvíkingar frumkvæðið í fjórða leikhluta og komust í 69-74. Þá skoruðu KR-ingar fimm stig á örfáum sekúndum og unnu boltann í kjölfarið. Helgi Jónas Guðfinsson, þjálfari Grindavíkur, tók umsvifalaust leikhlé. Leikhléið bara ekki árangur. KR-ingar voru afar grimmir í vörninni og gáfu Grindvíkingum engann frið. Þeir komust yfir 75-74 í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 3-0. Þeir létu kné fylgja kviði og í stöðunni 79-76 fyrir KR og þrjár mínútur til leiksloka tók Helgi Jónas aftur leikhlé. Mikil spenna var síðustu mínúturnar. Þorleifur Ólafsson skoraði úr tveimur vítaskotum og í næstu sókn tróð Sigurður Þorsteinsson með tilþrifum og kom gestunum yfir á nýjan leik 79-80. Staðan var 82-82 þegar síðasta mínútan fór í hönd. Giordan Watson sótti villu, skoraði úr tveimur vítaskotum og kom gestunum tveimur stigum yfir. Emil Jóhannsson gerði slíkt hið sama á hinum enda vallarins en nýtti aðeins annað skotið. KR-ingar pressuðu Grindvíkinga og unnu fljótlega boltann. Brotið var á David Tairu sem fór á línuna þegar 14 sekúndur voru eftir. Hann nýtti bæði skotin og KR-ingar komnir yfir. Þorleifur Ólafsson bar upp boltann og átti skot sem geigaði. Knötturinn hafnaði útaf og Grindvíkingar áttu innkast þegar hálf sekúnda var eftir. Páll Axel Vilbergsson, sem hafði látið lítið fyrir sér fara, fékk boltann galopinn fyrir utan þriggja stiga línuna og skoraði. Ótrúleg karfa og magnaður endir á fjörugum leik. Giordon Watson var atkvæðamestur Grindvíkinga í kvöld. Hann skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Ólafur Ólafsson skoraði 14 stig, tók 5 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. David Tairu fór fyrir KR-ingum í kvöld. Hann skoraði 26 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hreggviður Magnússon kom næstur með 20 stig og 6 fráköst.KR-Grindavik 85-87 (43-46)KR: David Tairu 26/9 fráköst, Hreggviður Magnússon 20/6 fráköst, Edward Lee Horton Jr. 11/8 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 9/6 stolnir, Skarphéðinn Freyr Ingason 7, Martin Hermannsson 5, Finnur Atli Magnusson 5/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 2/4 fráköst.Grindavik: Giordan Watson 24/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst/3 varin skot, Jóhann Árni Ólafsson 13, Páll Axel Vilbergsson 12/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/9 fráköst/4 varin skot, Ómar Örn Sævarsson 7/9 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 6, Ármann Vilbergsson 3.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira