Kobe Bryant hefur gert munnlegan samning við ítalska félagið Virtus Bologna um að spila með liðinu á meðan verkfallið í NBA-deildinni stendur yfir. Claudio Sabatini, forseti Virtus Bologna lét hafa það eftir sér að það séu 95 prósent líkur á því að Bryant spili með liðinu.
Virtus Bologna bauð Kobe Bryant nokkrar útgáfur af samningnum en það virðist vera að Kobe hafi valið það að gera 40 daga samning sem mun gefa honum þrjár milljónir dollara í aðra hönd sem gerir rúmlega 354 milljónir íslenskra króna.
Kobe eyddi miklum hluta af æsku sinni á Ítalíu á meðan faðir hans lék þar sem atvinnumaður. Næst á dagskrá hjá Bryant er að fá vinnuleyfi og mæta síðan á sína fyrstu æfingu í næstu viku,
Ítalska deildin hefst 9. október næstkomandi og það má búast við að körfuboltaheimurinn muni fylgjast vel með því þegar Kobe Bryant klæðist einhverju öðru en búningi Los Angeles Lakers þar sem hann hefur spilað frá árinu 1996.
Arsenal
Dinamo Zagreb