Kári Steinn: Fékk krampa eftir 34 kílómetra en dröslaðist í mark Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2011 12:13 Mynd / HAG „Hún er alveg frábær. Þetta var stórskemmtilegt hlaup, frábærar aðstæður og rosaleg stemmning," sagði maraþonhlauparinn Kári Steinn Karlsson um tilfinninguna að loknu Berlínarmaraþoninu í dag. „Það er ekki leiðinlegra að ná Íslandsmetinu og Ólympíulágmarki í fyrsta hlaupi. Það gekk allt vel og ég er rosalega sáttur með þetta," sagði Kári Steinn sem gaf það út að hann ætlaði að bæta Íslandsmetið í hlaupinu í dag. Íslandsmetið var í eigu Sigurðar Péturs Sigmundssonar sem setti metið einnig í Berlín árið 1985. Metið var því 26 ára gamalt. „Jú, það gerir þetta enn sætar. Það var kominn tími á þetta met og ég var búinn að horfa á það lengi. Það var alltaf draumurinn að fara í maraþonið, það var sú grein sem ég taldi að lægi best fyrir mér. Eftir útskrift í Bandaríkjunum gat ég sett stefnuna á maraþonið. Ég er búinn að æfa fyrir maraþonið í allt sumar og þetta small allt saman í dag." Kári Steinn hefur náð góðum árangri í styttri vegalengdum en hefur undanfarið einbeitt sér að lengri vegalengdum. Hann setti Íslandsmet í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu fyrr í sumar og nú er Íslandsmetið í maraþoni einnig komið í hans vörslu. „Ég hugsa að ég eigi nóg inni. Ég hefði getað gert ýmislegt betur í dag. Ég fékk krampa eftir 34 kílómetra og þurfti að hægja svolítið á mér. Ég var vel stressaður þá því ég vissi að ég væri á góðum hraða og á leiðinni að ná lágmarkinu. Ég reyndi að drekka rosalega vel, taka inn smá orku og rétt úr löppunum. Ég náði einhvern veginn að dröslast í mark þrátt fyrir að vera tæpur í báðum kálfum," sagði Kári Steinn sem hleypur fyrir Breiðablik. Kári Steinn er annar Íslendingurinn sem tryggir sér þátttökurétt á Ólympíuleikana í London næsta sumar. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir náði einnig lágmarki fyrir leikana í sumar. „Það er rosalegur léttir að þurfa ekki að stressa sig á því í vetur að ná lágmarki. Nú getur maður einbeitt sér að æfingum, unnið í sínum veikleikum og stílað á gott hlaup í London á næsta ári," segir Kári Steinn sem ætlar að setjast niður með þjálfara sínum og setja sér ný markmið. „Fyrsta markmið var að komast inná leikana og nú þurfum við að setja nýtt," sagði Kári Steinn. Innlendar Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Luka skaut Ísrael í kaf Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
„Hún er alveg frábær. Þetta var stórskemmtilegt hlaup, frábærar aðstæður og rosaleg stemmning," sagði maraþonhlauparinn Kári Steinn Karlsson um tilfinninguna að loknu Berlínarmaraþoninu í dag. „Það er ekki leiðinlegra að ná Íslandsmetinu og Ólympíulágmarki í fyrsta hlaupi. Það gekk allt vel og ég er rosalega sáttur með þetta," sagði Kári Steinn sem gaf það út að hann ætlaði að bæta Íslandsmetið í hlaupinu í dag. Íslandsmetið var í eigu Sigurðar Péturs Sigmundssonar sem setti metið einnig í Berlín árið 1985. Metið var því 26 ára gamalt. „Jú, það gerir þetta enn sætar. Það var kominn tími á þetta met og ég var búinn að horfa á það lengi. Það var alltaf draumurinn að fara í maraþonið, það var sú grein sem ég taldi að lægi best fyrir mér. Eftir útskrift í Bandaríkjunum gat ég sett stefnuna á maraþonið. Ég er búinn að æfa fyrir maraþonið í allt sumar og þetta small allt saman í dag." Kári Steinn hefur náð góðum árangri í styttri vegalengdum en hefur undanfarið einbeitt sér að lengri vegalengdum. Hann setti Íslandsmet í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu fyrr í sumar og nú er Íslandsmetið í maraþoni einnig komið í hans vörslu. „Ég hugsa að ég eigi nóg inni. Ég hefði getað gert ýmislegt betur í dag. Ég fékk krampa eftir 34 kílómetra og þurfti að hægja svolítið á mér. Ég var vel stressaður þá því ég vissi að ég væri á góðum hraða og á leiðinni að ná lágmarkinu. Ég reyndi að drekka rosalega vel, taka inn smá orku og rétt úr löppunum. Ég náði einhvern veginn að dröslast í mark þrátt fyrir að vera tæpur í báðum kálfum," sagði Kári Steinn sem hleypur fyrir Breiðablik. Kári Steinn er annar Íslendingurinn sem tryggir sér þátttökurétt á Ólympíuleikana í London næsta sumar. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir náði einnig lágmarki fyrir leikana í sumar. „Það er rosalegur léttir að þurfa ekki að stressa sig á því í vetur að ná lágmarki. Nú getur maður einbeitt sér að æfingum, unnið í sínum veikleikum og stílað á gott hlaup í London á næsta ári," segir Kári Steinn sem ætlar að setjast niður með þjálfara sínum og setja sér ný markmið. „Fyrsta markmið var að komast inná leikana og nú þurfum við að setja nýtt," sagði Kári Steinn.
Innlendar Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Luka skaut Ísrael í kaf Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira