Kári Steinn: Fékk krampa eftir 34 kílómetra en dröslaðist í mark Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2011 12:13 Mynd / HAG „Hún er alveg frábær. Þetta var stórskemmtilegt hlaup, frábærar aðstæður og rosaleg stemmning," sagði maraþonhlauparinn Kári Steinn Karlsson um tilfinninguna að loknu Berlínarmaraþoninu í dag. „Það er ekki leiðinlegra að ná Íslandsmetinu og Ólympíulágmarki í fyrsta hlaupi. Það gekk allt vel og ég er rosalega sáttur með þetta," sagði Kári Steinn sem gaf það út að hann ætlaði að bæta Íslandsmetið í hlaupinu í dag. Íslandsmetið var í eigu Sigurðar Péturs Sigmundssonar sem setti metið einnig í Berlín árið 1985. Metið var því 26 ára gamalt. „Jú, það gerir þetta enn sætar. Það var kominn tími á þetta met og ég var búinn að horfa á það lengi. Það var alltaf draumurinn að fara í maraþonið, það var sú grein sem ég taldi að lægi best fyrir mér. Eftir útskrift í Bandaríkjunum gat ég sett stefnuna á maraþonið. Ég er búinn að æfa fyrir maraþonið í allt sumar og þetta small allt saman í dag." Kári Steinn hefur náð góðum árangri í styttri vegalengdum en hefur undanfarið einbeitt sér að lengri vegalengdum. Hann setti Íslandsmet í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu fyrr í sumar og nú er Íslandsmetið í maraþoni einnig komið í hans vörslu. „Ég hugsa að ég eigi nóg inni. Ég hefði getað gert ýmislegt betur í dag. Ég fékk krampa eftir 34 kílómetra og þurfti að hægja svolítið á mér. Ég var vel stressaður þá því ég vissi að ég væri á góðum hraða og á leiðinni að ná lágmarkinu. Ég reyndi að drekka rosalega vel, taka inn smá orku og rétt úr löppunum. Ég náði einhvern veginn að dröslast í mark þrátt fyrir að vera tæpur í báðum kálfum," sagði Kári Steinn sem hleypur fyrir Breiðablik. Kári Steinn er annar Íslendingurinn sem tryggir sér þátttökurétt á Ólympíuleikana í London næsta sumar. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir náði einnig lágmarki fyrir leikana í sumar. „Það er rosalegur léttir að þurfa ekki að stressa sig á því í vetur að ná lágmarki. Nú getur maður einbeitt sér að æfingum, unnið í sínum veikleikum og stílað á gott hlaup í London á næsta ári," segir Kári Steinn sem ætlar að setjast niður með þjálfara sínum og setja sér ný markmið. „Fyrsta markmið var að komast inná leikana og nú þurfum við að setja nýtt," sagði Kári Steinn. Innlendar Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
„Hún er alveg frábær. Þetta var stórskemmtilegt hlaup, frábærar aðstæður og rosaleg stemmning," sagði maraþonhlauparinn Kári Steinn Karlsson um tilfinninguna að loknu Berlínarmaraþoninu í dag. „Það er ekki leiðinlegra að ná Íslandsmetinu og Ólympíulágmarki í fyrsta hlaupi. Það gekk allt vel og ég er rosalega sáttur með þetta," sagði Kári Steinn sem gaf það út að hann ætlaði að bæta Íslandsmetið í hlaupinu í dag. Íslandsmetið var í eigu Sigurðar Péturs Sigmundssonar sem setti metið einnig í Berlín árið 1985. Metið var því 26 ára gamalt. „Jú, það gerir þetta enn sætar. Það var kominn tími á þetta met og ég var búinn að horfa á það lengi. Það var alltaf draumurinn að fara í maraþonið, það var sú grein sem ég taldi að lægi best fyrir mér. Eftir útskrift í Bandaríkjunum gat ég sett stefnuna á maraþonið. Ég er búinn að æfa fyrir maraþonið í allt sumar og þetta small allt saman í dag." Kári Steinn hefur náð góðum árangri í styttri vegalengdum en hefur undanfarið einbeitt sér að lengri vegalengdum. Hann setti Íslandsmet í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu fyrr í sumar og nú er Íslandsmetið í maraþoni einnig komið í hans vörslu. „Ég hugsa að ég eigi nóg inni. Ég hefði getað gert ýmislegt betur í dag. Ég fékk krampa eftir 34 kílómetra og þurfti að hægja svolítið á mér. Ég var vel stressaður þá því ég vissi að ég væri á góðum hraða og á leiðinni að ná lágmarkinu. Ég reyndi að drekka rosalega vel, taka inn smá orku og rétt úr löppunum. Ég náði einhvern veginn að dröslast í mark þrátt fyrir að vera tæpur í báðum kálfum," sagði Kári Steinn sem hleypur fyrir Breiðablik. Kári Steinn er annar Íslendingurinn sem tryggir sér þátttökurétt á Ólympíuleikana í London næsta sumar. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir náði einnig lágmarki fyrir leikana í sumar. „Það er rosalegur léttir að þurfa ekki að stressa sig á því í vetur að ná lágmarki. Nú getur maður einbeitt sér að æfingum, unnið í sínum veikleikum og stílað á gott hlaup í London á næsta ári," segir Kári Steinn sem ætlar að setjast niður með þjálfara sínum og setja sér ný markmið. „Fyrsta markmið var að komast inná leikana og nú þurfum við að setja nýtt," sagði Kári Steinn.
Innlendar Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira