Chelsea gerði jafntefli á Spáni en Arsenal vann - öll úrslit kvöldsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. september 2011 16:07 Juan Mata sækir gegn sínum gömlu félögum í Valencia í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Chelsea og Valencia gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í Meistaradeild Evrópu en Arsenal vann kærkominn sigur á Olympiakos á heimavelli sínum, 2-1. Barcelona og AC Milan unnu bæði þægilega sigra í H-riðli en Þýskalandsmeistarar Dortmund lentu í miklum vandræðum í Frakklandi þar sem liðið steinlá fyrir Marseille, 3-0. Fyrri hálfleikur Chelsea og Valencia olli vonbrigðum en bæði lið fengu þó bæði sín færi. Chelsea byrjaði svo mun betur í síðari hálfleik og var það aðeins markverðinum Diego Alves að þakka að Chelsea komst ekki yfir. Alves varði glæsilega í tvígang frá Fernando Torres sem og Ramires. En hann gat þó ekki komið í veg fyrir hnitmiðað skot Frank Lampard sem kom Chelsea yfir á 56. mínútu eftir fyrirgjöf Florent Malouda. Valencia sótti í sig veðrið eftir þetta og uppskáru sanngjarnt jöfnunarmark þegar að hendi var dæmd á varamanninn Salomon Kalou, sem var þá nýkominn inn á fyrir Frank Lampard. Roberto Soldado skoraði úr vítspyrnunni. Nicolas Anelka fékk svo dauðafæri til að tryggja Chelsea sigurinn en enn og aftur var markvörður Valencia, Diego Alves, vel á verði. Þegar dómari leiksins, Nicola Rizzoli frá Ítalíu, flautaði leikinn af voru leikmenn Chelsea afar ósáttir þar sem þeir áttu þá eftir að taka aukaspyrnu á vallarhelmingi Valencia. Fengu þeir Juan Mata, sem var að spila á sínum gamla heimavelli í kvöld, og Ashley Cole að líta gula spjaldið fyrir mótmæli sín. Arsenal vann nauman sigur á Olympiakos frá Grikklandi en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Alex Oxlade-Chamberlain kom liðinu yfir í upphafi leiks en André Santos tvöfaldaði forystuna stuttu síðar. Grikkirnir létu þó líka mikið að sér kveða en Mikel Arteta náði að verja á marklínu Arsenal í stöðunni 1-0. Þeir náðu svo að minnka muninn með marki David Fuster á 27. mínútu eftir slakan varnarleik hjá heimamönnum. Bæði lið héldu áfram að sækja eftir þetta en ekki urðu mörkin fleiri. Síðari hálfleikur reyndist ekki eins fjörlegur og var Arsene Wenger, stjóra Arsenal sem var í banni í kvöld, greinilega létt í leikslok. Zlatan Ibrahimovic lék með AC Milan á ný eftir meiðsli í kvöld og skoraði ásamt Antonio Cassano í 2-0 sigri á Viktoria Plzen. Þá fóru Börsungar hamförum í Hvíta-Rússlandi með 5-0 sigri á BATE Borisov þar sem Lionel Messi skoraði tvö mörk.Úrslit og markaskorarar kvöldsins:E-riðill:Valencia - Chelsea 1-1 0-1 Frank Lampard (56.), 1-1 Roberto Soldado, víti (87.).Bayer Leverkusen - Genk 2-0 1-0 Lars Bender (30.), 2-0 Michael Ballack (91.).F-riðill:Arsenal - Olympiacos 2-1 1-0 Alex Oxlade-Chamberlain (8.), 2-0 André Santos (20.), 2-1 David Fuster (27.).Marseille - Dortmund 3-0 1-0 André Ayew (20.), 2-0 Loïc Rémy (62.), 3-0 André Ayew, víti (69.).G-riðill:Zenit - Porto 3-1 0-1 James Rodriguez (10.), 1-1 Roman Shirokov (20.), 2-1 Roman Shirokov (63.), 3-1 Danny (72.).Shakhtar Donetsk - Apoel Nicosia 1-1 1-0 Ivan Trickovski (61.), 2-0 Jadson (64.)H-riðill:Bate Borisov - Barcelona 0-2 0-1 Aleksandr Volodko, sjálfsmark (19.), 0-2 Pedro (22.), 0-3 Lionel Messi (38.), 0-4 Lionel Messi (55.), 0-5 David Villa (90.).AC Milan - Viktoria Plzen 2-0 1-0 Zlatan Ibrahimovic, víti (53.), 2-0 Antonio Cassano (66.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Í beinni: Real Madrid - Atlético Madrid | Blóðug barátta erkifjenda Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira
Chelsea og Valencia gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í Meistaradeild Evrópu en Arsenal vann kærkominn sigur á Olympiakos á heimavelli sínum, 2-1. Barcelona og AC Milan unnu bæði þægilega sigra í H-riðli en Þýskalandsmeistarar Dortmund lentu í miklum vandræðum í Frakklandi þar sem liðið steinlá fyrir Marseille, 3-0. Fyrri hálfleikur Chelsea og Valencia olli vonbrigðum en bæði lið fengu þó bæði sín færi. Chelsea byrjaði svo mun betur í síðari hálfleik og var það aðeins markverðinum Diego Alves að þakka að Chelsea komst ekki yfir. Alves varði glæsilega í tvígang frá Fernando Torres sem og Ramires. En hann gat þó ekki komið í veg fyrir hnitmiðað skot Frank Lampard sem kom Chelsea yfir á 56. mínútu eftir fyrirgjöf Florent Malouda. Valencia sótti í sig veðrið eftir þetta og uppskáru sanngjarnt jöfnunarmark þegar að hendi var dæmd á varamanninn Salomon Kalou, sem var þá nýkominn inn á fyrir Frank Lampard. Roberto Soldado skoraði úr vítspyrnunni. Nicolas Anelka fékk svo dauðafæri til að tryggja Chelsea sigurinn en enn og aftur var markvörður Valencia, Diego Alves, vel á verði. Þegar dómari leiksins, Nicola Rizzoli frá Ítalíu, flautaði leikinn af voru leikmenn Chelsea afar ósáttir þar sem þeir áttu þá eftir að taka aukaspyrnu á vallarhelmingi Valencia. Fengu þeir Juan Mata, sem var að spila á sínum gamla heimavelli í kvöld, og Ashley Cole að líta gula spjaldið fyrir mótmæli sín. Arsenal vann nauman sigur á Olympiakos frá Grikklandi en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Alex Oxlade-Chamberlain kom liðinu yfir í upphafi leiks en André Santos tvöfaldaði forystuna stuttu síðar. Grikkirnir létu þó líka mikið að sér kveða en Mikel Arteta náði að verja á marklínu Arsenal í stöðunni 1-0. Þeir náðu svo að minnka muninn með marki David Fuster á 27. mínútu eftir slakan varnarleik hjá heimamönnum. Bæði lið héldu áfram að sækja eftir þetta en ekki urðu mörkin fleiri. Síðari hálfleikur reyndist ekki eins fjörlegur og var Arsene Wenger, stjóra Arsenal sem var í banni í kvöld, greinilega létt í leikslok. Zlatan Ibrahimovic lék með AC Milan á ný eftir meiðsli í kvöld og skoraði ásamt Antonio Cassano í 2-0 sigri á Viktoria Plzen. Þá fóru Börsungar hamförum í Hvíta-Rússlandi með 5-0 sigri á BATE Borisov þar sem Lionel Messi skoraði tvö mörk.Úrslit og markaskorarar kvöldsins:E-riðill:Valencia - Chelsea 1-1 0-1 Frank Lampard (56.), 1-1 Roberto Soldado, víti (87.).Bayer Leverkusen - Genk 2-0 1-0 Lars Bender (30.), 2-0 Michael Ballack (91.).F-riðill:Arsenal - Olympiacos 2-1 1-0 Alex Oxlade-Chamberlain (8.), 2-0 André Santos (20.), 2-1 David Fuster (27.).Marseille - Dortmund 3-0 1-0 André Ayew (20.), 2-0 Loïc Rémy (62.), 3-0 André Ayew, víti (69.).G-riðill:Zenit - Porto 3-1 0-1 James Rodriguez (10.), 1-1 Roman Shirokov (20.), 2-1 Roman Shirokov (63.), 3-1 Danny (72.).Shakhtar Donetsk - Apoel Nicosia 1-1 1-0 Ivan Trickovski (61.), 2-0 Jadson (64.)H-riðill:Bate Borisov - Barcelona 0-2 0-1 Aleksandr Volodko, sjálfsmark (19.), 0-2 Pedro (22.), 0-3 Lionel Messi (38.), 0-4 Lionel Messi (55.), 0-5 David Villa (90.).AC Milan - Viktoria Plzen 2-0 1-0 Zlatan Ibrahimovic, víti (53.), 2-0 Antonio Cassano (66.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Í beinni: Real Madrid - Atlético Madrid | Blóðug barátta erkifjenda Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira