Hvað myndu Guðjón Þórðarson og Bjarnólfur Lárusson gera við Tevez? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2011 22:30 Framkoma Carlos Tevez á Allianz Arena í Munchen í gær hefur vakið mikla athygli bæði erlendis sem og hér heima. Carlos Tevez, sem fær 37 milljónir íslenskra króna í vikulaun, neitaði þá að koma inn á í 2-0 tapi Manchester City á móti Bayern München í Meistaradeildinni. Hans Steinar Bjarnason, íþróttafréttamaður á Stöð 2, hitti tvo harða íslenska þjálfara í dag, Guðjón Þórðarson og Bjarnólf Lárusson, og spurði þá hvað þeir myndu gera við Carlos Tevez ef þær væru í sporum Roberto Mancini. „Sagan liggur kannski ekki öll fyrir því það er ágreiningur um hvað gerðist. Mancini segir að Tevez hafi neitað að fara inn á völlinn en Tevez segir að hann hafi aldrei neitað að fara inn á. Það er því greinilega einhver ágreiningur þarna uppi," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari 1. deildarliðs BÍ/Bolungarvíkur og fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins. „Ég held samt að Mancini viti það alveg þegar leikmaður neitar að fara inn á. Það er grafalvarlegt mál ef leikmaður neitar að taka þátt í leiknum og vinna vinnuna sína, sama á hvaða launum hann er," sagði Guðjón. „Þetta virðist vera smitandi þessa dagana," sagði Bjarnólfur Lárusson, þjálfari Víkinga í léttum tón aðspurður um hvað hann myndi gera þar sem hann væri nýbúinn að taka á agamálum í Víkingsliðinu. „Það er engin önnur leið fyrir Roberto Mancini en að láta hann fara eftir þessa uppákomu. Það er með ólíkingum hvernig maður með 150 milljónir í mánaðarlaun geti hagað sér svona. Menn verða fljótir að grafa undan Mancini ef hann tekur ekki á þessu máli af festu," sagði Bjarnólfur. „Ég myndi taka mjög fast á manninum, það er alveg ljóst. Kannski er Tevez með leikrit í gangi til að reyna að komast í burtu og hann virðist ekki vera trúr klúbbnum. Það er mjög alvarlegt ef menn haga sér með þessum hætti en þeir verða líka að hugsa um að þetta er dýr fjárfesting. Þeir verða að fá eitthvað fyrir skemmda eplið því það er greinilega að hann er ekki að vinna með liðsheildinni," sagði Guðjón. Bjarnólfur hefur ekki áhyggjur af því að Manchester City geti ekki selt Carlos Tevez. „Nú þarf bara viðskiptaliðið í kringum klúbbinn að finna aðila sem tilbúinn að kaupa Tevez og borga honum þessi laun. Það verður ekki vandamál Mancini og þeir leysa örugglega nokkuð auðveldlega úr því," sagði Bjarnólfur en veit hann um mörg svona agamál úr boltanum? „Það koma endalaust upp einhver mál í boltanum þótt að þetta sé ótrúlega skrýtið mál enda menn að neita að fara inn á í Meistaradeildinni í einhverju mótmælaskyni. Það er því þeim mun mikilvægara fyrir þjálfarann að taka á þessu af mikilli festu," sagði Bjarnólfur en hvað gerist ef að eigendur þvinga Mancini til að nota Tevex áfram? „Þá fer bara Mancini því það er alveg ljóst að menn verða að standa á sínum prinsippum. Ef menn ætla að hafa aga í klúbbnum þá eiga þeir enga leið til baka ef þeir taka ekki á svona máli. Þetta verður alveg skýrt hjá Mancini," sagði Bjarnólfur en það má sjá bæði viðtölin við þá Guðjón og Bjarnólf með því að smella hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira
Framkoma Carlos Tevez á Allianz Arena í Munchen í gær hefur vakið mikla athygli bæði erlendis sem og hér heima. Carlos Tevez, sem fær 37 milljónir íslenskra króna í vikulaun, neitaði þá að koma inn á í 2-0 tapi Manchester City á móti Bayern München í Meistaradeildinni. Hans Steinar Bjarnason, íþróttafréttamaður á Stöð 2, hitti tvo harða íslenska þjálfara í dag, Guðjón Þórðarson og Bjarnólf Lárusson, og spurði þá hvað þeir myndu gera við Carlos Tevez ef þær væru í sporum Roberto Mancini. „Sagan liggur kannski ekki öll fyrir því það er ágreiningur um hvað gerðist. Mancini segir að Tevez hafi neitað að fara inn á völlinn en Tevez segir að hann hafi aldrei neitað að fara inn á. Það er því greinilega einhver ágreiningur þarna uppi," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari 1. deildarliðs BÍ/Bolungarvíkur og fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins. „Ég held samt að Mancini viti það alveg þegar leikmaður neitar að fara inn á. Það er grafalvarlegt mál ef leikmaður neitar að taka þátt í leiknum og vinna vinnuna sína, sama á hvaða launum hann er," sagði Guðjón. „Þetta virðist vera smitandi þessa dagana," sagði Bjarnólfur Lárusson, þjálfari Víkinga í léttum tón aðspurður um hvað hann myndi gera þar sem hann væri nýbúinn að taka á agamálum í Víkingsliðinu. „Það er engin önnur leið fyrir Roberto Mancini en að láta hann fara eftir þessa uppákomu. Það er með ólíkingum hvernig maður með 150 milljónir í mánaðarlaun geti hagað sér svona. Menn verða fljótir að grafa undan Mancini ef hann tekur ekki á þessu máli af festu," sagði Bjarnólfur. „Ég myndi taka mjög fast á manninum, það er alveg ljóst. Kannski er Tevez með leikrit í gangi til að reyna að komast í burtu og hann virðist ekki vera trúr klúbbnum. Það er mjög alvarlegt ef menn haga sér með þessum hætti en þeir verða líka að hugsa um að þetta er dýr fjárfesting. Þeir verða að fá eitthvað fyrir skemmda eplið því það er greinilega að hann er ekki að vinna með liðsheildinni," sagði Guðjón. Bjarnólfur hefur ekki áhyggjur af því að Manchester City geti ekki selt Carlos Tevez. „Nú þarf bara viðskiptaliðið í kringum klúbbinn að finna aðila sem tilbúinn að kaupa Tevez og borga honum þessi laun. Það verður ekki vandamál Mancini og þeir leysa örugglega nokkuð auðveldlega úr því," sagði Bjarnólfur en veit hann um mörg svona agamál úr boltanum? „Það koma endalaust upp einhver mál í boltanum þótt að þetta sé ótrúlega skrýtið mál enda menn að neita að fara inn á í Meistaradeildinni í einhverju mótmælaskyni. Það er því þeim mun mikilvægara fyrir þjálfarann að taka á þessu af mikilli festu," sagði Bjarnólfur en hvað gerist ef að eigendur þvinga Mancini til að nota Tevex áfram? „Þá fer bara Mancini því það er alveg ljóst að menn verða að standa á sínum prinsippum. Ef menn ætla að hafa aga í klúbbnum þá eiga þeir enga leið til baka ef þeir taka ekki á svona máli. Þetta verður alveg skýrt hjá Mancini," sagði Bjarnólfur en það má sjá bæði viðtölin við þá Guðjón og Bjarnólf með því að smella hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira