Enski boltinn

Varaforseti FIFA: Carlos Tevez ætti að fara í ævilangt bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez.
Carlos Tevez. Mynd/AFP
Jim Boyce, varaforseti FIFA, sparaði ekki yfirlýsingarnar þegar hann var spurður út í réttmæta refsingu fyrir Argentínumanninn Carlos Tevez sem neitaði að koma inn á í leik Manchester City og Bayern Munchen í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.

„Það sem gerðist var skammarlegt og ég tel að FIFA ætti að hafa vald til þess að setja leikmanninn í ævilangt bann," sagði Jim Boyce en hann er fyrrum forseti írska knattspyrnusambandsins og tók við stöðu varaforseta FIFA eftir að Jack Warner hætti í kjölfarið mútuhneykslisins í sumar.

„Ef leikmaðurinn gerði það sem hann er sakaður um þá er félagið betur statt án hans. Það er samt ekki rétt að ef að Manchester City lætur hann fara og hann semur strax við annað félag og verður farinn að raka inn peningum strax í næstu viku," sagði Boyce.

„Fótboltaheimurinn verður að átta sig á því að ef að Carlos Tevez getur hagað sér svona og komist upp með það hver er þá til að stoppa þann næsta til að reyna þetta í næstu viku eða einhver enn annan til að reyna slíkt í vikunni þar á eftir," sagði Boyce.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×