Villas-Boas: Meistaradeildin erfiðari en HM í fótbolta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. september 2011 16:45 Andre-Villas Boas, stjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, fær í kvöld að spreyta sig á Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn en hann fagnaði á síðasta tímabili sigri í Evrópudeild UEFA, þá sem stjóri Porto. „Meistaradeildin er erfiðasta keppnin,“ sagði Villas-Boas við enska fjölmiðla. „Eins og í öðrum alþjóðlegum keppnum safnast þarna saman mörg góð lið og keppa um einn titil.“ „Fjöldi þeirra góðu liða sem taka þátt í ár er jafnvel enn meira áberandi en áður. Það eru svo mörg lið með breiða og sterka leikmannahópa - eins og Manchester City. Inter mun líka reyna að ná bikarnum aftur eftir að þeir töpuðu honum í fyrra og Real Madrid er svo með ótrúlegan hóp. Það eru svö mörg lið sem geta farið alla leið.“ „Ég hef ekki farið áður á HM í knattspyrnu. Ég er líka frekar óreyndur í þessari keppni. En það sem miklu máli skiptir á móti eins og HM er vilji leikmanna til að standa uppi sem sigurvegari. Það er ekkert annað sem kemst að og þeir fá að einbeita sér að keppninni algerlega.“ „En Meistaradeildin er erfiðari að því leyti að hún er keppni sem blandast inn í aðrar keppnir. Flest þessara liða eru líka að keppa um bikara í sínu heimalandi. Meistaradeildin er því afar erfið og krefst þess að bæði leikmenn og þjálfarar séu rétt innstilltir fyrir hvern einasta leik.“ Chelsea mætir í kvöld þýska liðinu Bayer Leverkusen á heimavelli en allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 18.45. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Sjá meira
Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, fær í kvöld að spreyta sig á Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn en hann fagnaði á síðasta tímabili sigri í Evrópudeild UEFA, þá sem stjóri Porto. „Meistaradeildin er erfiðasta keppnin,“ sagði Villas-Boas við enska fjölmiðla. „Eins og í öðrum alþjóðlegum keppnum safnast þarna saman mörg góð lið og keppa um einn titil.“ „Fjöldi þeirra góðu liða sem taka þátt í ár er jafnvel enn meira áberandi en áður. Það eru svo mörg lið með breiða og sterka leikmannahópa - eins og Manchester City. Inter mun líka reyna að ná bikarnum aftur eftir að þeir töpuðu honum í fyrra og Real Madrid er svo með ótrúlegan hóp. Það eru svö mörg lið sem geta farið alla leið.“ „Ég hef ekki farið áður á HM í knattspyrnu. Ég er líka frekar óreyndur í þessari keppni. En það sem miklu máli skiptir á móti eins og HM er vilji leikmanna til að standa uppi sem sigurvegari. Það er ekkert annað sem kemst að og þeir fá að einbeita sér að keppninni algerlega.“ „En Meistaradeildin er erfiðari að því leyti að hún er keppni sem blandast inn í aðrar keppnir. Flest þessara liða eru líka að keppa um bikara í sínu heimalandi. Meistaradeildin er því afar erfið og krefst þess að bæði leikmenn og þjálfarar séu rétt innstilltir fyrir hvern einasta leik.“ Chelsea mætir í kvöld þýska liðinu Bayer Leverkusen á heimavelli en allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 18.45.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Sjá meira