Viðskipti erlent

Murdoch afþakkaði 700 milljónir vegna símhleranahneykslis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
James Murdoch afþakkaði launabónusinn. Mynd/ AFP.
James Murdoch afþakkaði launabónusinn. Mynd/ AFP.
James Murdoch, forstjóri fjölmiðlafyrirtækisins News International, afþakkaði 6 milljóna dala launabónus frá fyrirtækinu vegna símhleranahneyksliss sem skók fyrirtækið í vor. Upphæðin sem James afþakkaði nemur um 690 milljónum króna. Rupert, pabbi James, fékk 12.5 milljóna dala bónus, eða röskar 1400 milljónir króna, þegar ársuppgjör News Corp var birt á dögunum.

Árslaun James hækkuðu reyndar um 74% og námu tæpum tveimur milljörðum króna þannig að hann ætti ekkert að vera á flæðaskeri staddur. En hann sagði að það eina rétta í stöðunni væri að hafna bónusnum. Umrætt símhleranahneyksli varð til þess að útgáfu News of the World, sem er eitt af þeim blöðum sem News International gaf út, var hætt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×