Citigroup: Brent olían lækkar í 95 dollara 23. ágúst 2011 12:16 Citigroup gaf út olíuspá í morgun þar sem Brent-olíunni var spáð verðlækkun niður í 95 dollara á tunnuna fyrir árslok og að meðalverð hennar myndi verða 86 dollarar á tunnu á næsta ári. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að olíuverð á heimsmarkaði hefur lækkað um u.þ.b. 8% í krónum talið frá síðustu mánaðamótum og um nálega 13% undanfarna 4 mánuði. Tunnan af Brent-olíu kostar þegar þetta er ritað tæpa 109 dollara, sem jafngildir 12.300 kr., en hæst fór Brent-olían í ríflega 14.000 kr. á tunnu í apríl síðastliðnum. Á þennan kvarða er olíuverð þó enn nærri 40% hærra en það var fyrir ári síðan. Lækkunin frá ágústbyrjun skýrist að mestu leyti af 6% lækkun á verðinu í dollurum talið, en einnig hefur krónan styrkst nokkuð gagnvart dollara á tímabilinu. Verð á hráolíu hækkaði raunar nokkuð á mörkuðum í morgun eftir lækkun í gær þegar í ljós kom að lengra virðist í lok borgarastyrjaldarinnar í Líbýu, og í kjölfarið endurkomu landsins sem olíuútflytjanda á heimsmarkaði, en útlit var fyrir. Líbýa framleiddi fyrir borgarastyrjöldina nærri 2% af heildarframleiðslu á heimsvísu, eða 1,6 milljón tunnur á dag. Ýmsir sérfræðingar eru þó á því að olíuverð muni lækka frekar á næstunni. Þannig gaf Citigroup út olíuspá í morgun þar sem Brent-olíunni var spáð verðlækkun niður í 95 dollara á tunnuna fyrir árslok og að meðalverð hennar myndi verða 86 dollarar á tunnu á næsta ári. Spáin jafngildir ríflega 13% lækkun á olíuverði á síðasta þriðjungi ársins. Eru slæmar horfur í stærstu hagkerfum heims og aukið framboð á olíu frá Líbýu meðal raka fyrir spá Citigroup. Lækkandi eldsneytisverð er kærkomið fyrir íslensk heimili, sem hafa horfst í augu við 22% hækkun á þessum útgjaldalið undanfarið ár. Eldsneyti vegur u.þ.b. 6% í vísitölu neysluverðs og hefur þróunin því haft umtalsverð áhrif á verðtryggð lán heimilanna. Gerum við ráð fyrir að lækkun eldsneytis hér á landi muni vega til 0,1% lækkunar vísitölunnar í ágúst. Bensínverð hefur lækkað um 3% frá miðjum júlímánuði, en einhver hluti þeirrar lækkunar er raunar til kominn eftir mælingu Hagstofunnar á neysluverði um miðjan mánuðinn. Gangi spár Citigroup-manna og annarra skoðanabræðra þeirra eftir gæti því þróun eldsneytisverðs haldið nokkuð aftur af verðbólgu hér á landi næsta kastið, að því gefnu að krónan gefi ekki verulega eftir að nýju. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Citigroup gaf út olíuspá í morgun þar sem Brent-olíunni var spáð verðlækkun niður í 95 dollara á tunnuna fyrir árslok og að meðalverð hennar myndi verða 86 dollarar á tunnu á næsta ári. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að olíuverð á heimsmarkaði hefur lækkað um u.þ.b. 8% í krónum talið frá síðustu mánaðamótum og um nálega 13% undanfarna 4 mánuði. Tunnan af Brent-olíu kostar þegar þetta er ritað tæpa 109 dollara, sem jafngildir 12.300 kr., en hæst fór Brent-olían í ríflega 14.000 kr. á tunnu í apríl síðastliðnum. Á þennan kvarða er olíuverð þó enn nærri 40% hærra en það var fyrir ári síðan. Lækkunin frá ágústbyrjun skýrist að mestu leyti af 6% lækkun á verðinu í dollurum talið, en einnig hefur krónan styrkst nokkuð gagnvart dollara á tímabilinu. Verð á hráolíu hækkaði raunar nokkuð á mörkuðum í morgun eftir lækkun í gær þegar í ljós kom að lengra virðist í lok borgarastyrjaldarinnar í Líbýu, og í kjölfarið endurkomu landsins sem olíuútflytjanda á heimsmarkaði, en útlit var fyrir. Líbýa framleiddi fyrir borgarastyrjöldina nærri 2% af heildarframleiðslu á heimsvísu, eða 1,6 milljón tunnur á dag. Ýmsir sérfræðingar eru þó á því að olíuverð muni lækka frekar á næstunni. Þannig gaf Citigroup út olíuspá í morgun þar sem Brent-olíunni var spáð verðlækkun niður í 95 dollara á tunnuna fyrir árslok og að meðalverð hennar myndi verða 86 dollarar á tunnu á næsta ári. Spáin jafngildir ríflega 13% lækkun á olíuverði á síðasta þriðjungi ársins. Eru slæmar horfur í stærstu hagkerfum heims og aukið framboð á olíu frá Líbýu meðal raka fyrir spá Citigroup. Lækkandi eldsneytisverð er kærkomið fyrir íslensk heimili, sem hafa horfst í augu við 22% hækkun á þessum útgjaldalið undanfarið ár. Eldsneyti vegur u.þ.b. 6% í vísitölu neysluverðs og hefur þróunin því haft umtalsverð áhrif á verðtryggð lán heimilanna. Gerum við ráð fyrir að lækkun eldsneytis hér á landi muni vega til 0,1% lækkunar vísitölunnar í ágúst. Bensínverð hefur lækkað um 3% frá miðjum júlímánuði, en einhver hluti þeirrar lækkunar er raunar til kominn eftir mælingu Hagstofunnar á neysluverði um miðjan mánuðinn. Gangi spár Citigroup-manna og annarra skoðanabræðra þeirra eftir gæti því þróun eldsneytisverðs haldið nokkuð aftur af verðbólgu hér á landi næsta kastið, að því gefnu að krónan gefi ekki verulega eftir að nýju.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira