Annað skrímsli í Austurríki - Fritzl málið endurtekur sig 25. ágúst 2011 21:34 Jósef Fritzl virðist ekki hafa verið eina skrímslið í Austurríki. Lögreglan í Austurríki hefur handtekið áttræðan mann fyrir að hafa haldið tveimur dætrum sínum föngnum og misnotað þær kynferðislega í áratugi. Dæturnar eru nú 53 og 45 ára gamlar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Austurríki, og Daily Mail greinir frá, eru báðar konurnar alvarlega veikar á geði. Upp komst um manninn á dögunum eftir að hann virðist hafa slasast þegar hann var að misnota aðra dóttur sína. Féll hann á gólfið og rotaðist. Hann fannst þremur dögum síðar þegar heimilishjálp kom að honum meðvitundarlausum á gólfi hússins sem hann býr í. Þá kom í ljós að dætur hans voru læstar inni í einu herbergi í stóru einbýlishúsi í bænum St. Peter am Hart, sem er skammt frá Brannau, heimabæjar Hitlers. Lögreglan telur að konurnar hafi verið misnotaðar af manninum síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Konurnar dvelja nú á sjúkrastofnun vegna veikinda sinna. Talið er að móðir stúlknanna, sem lést fyrir þremur árum síðan, hafi vitað af misnotkun kvennanna, en ekki þorað að láta yfirvöld vita af ótta við eiginmann sinn. Málið hefur vakið mikinn óhug í Austurríki, þá ekki síst vegna þess að málið þykir óhugnanlega líkt máli Jósefs Fritzl, sem lokaði dóttur sína í kjallara á heimili sínu og misnotaði í fjölmörg ár, auk þess sem hún ól honum barn. Faðir stúlknanna hefur verið útskrifaður af spítala og dvelur nú á elliheimili. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum þar sem engar líkur eru taldar á því að hann flýi. Austurríki Mál Josef Fritzl Tengdar fréttir Hélt dætrum sínum í 40 ár og nauðgaði þeim Karlmaður í Austurríki er grunaður um að hafa haldið tveimur dætrum sínum föngum í eldhúsi á heimili sínu í 40 ár og nauðga þeim reglulega. Málið minnir á mál hins austurríska Josef Fritzl sem kom upp fyrir fáeinum misserum, að því er Rizau fréttastofan greinir frá. Atburðirnir munu hafa gerst í bænum Braunau í Austurríki. Lögreglan í Austurríki segir í yfirlýsingu að maðurinn hafi hótað að drepa dætur sínar og hann hafi hótað þeim með vopni. Samkvæmt Ritzau fréttastofunni hefur lögreglan ekki gefið upp nafn mannsins. Ekki hefur heldur verið greint frá því hvort dætur mannsins eignuðust börn eftir nauðganirnar. 25. ágúst 2011 14:46 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Lögreglan í Austurríki hefur handtekið áttræðan mann fyrir að hafa haldið tveimur dætrum sínum föngnum og misnotað þær kynferðislega í áratugi. Dæturnar eru nú 53 og 45 ára gamlar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Austurríki, og Daily Mail greinir frá, eru báðar konurnar alvarlega veikar á geði. Upp komst um manninn á dögunum eftir að hann virðist hafa slasast þegar hann var að misnota aðra dóttur sína. Féll hann á gólfið og rotaðist. Hann fannst þremur dögum síðar þegar heimilishjálp kom að honum meðvitundarlausum á gólfi hússins sem hann býr í. Þá kom í ljós að dætur hans voru læstar inni í einu herbergi í stóru einbýlishúsi í bænum St. Peter am Hart, sem er skammt frá Brannau, heimabæjar Hitlers. Lögreglan telur að konurnar hafi verið misnotaðar af manninum síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Konurnar dvelja nú á sjúkrastofnun vegna veikinda sinna. Talið er að móðir stúlknanna, sem lést fyrir þremur árum síðan, hafi vitað af misnotkun kvennanna, en ekki þorað að láta yfirvöld vita af ótta við eiginmann sinn. Málið hefur vakið mikinn óhug í Austurríki, þá ekki síst vegna þess að málið þykir óhugnanlega líkt máli Jósefs Fritzl, sem lokaði dóttur sína í kjallara á heimili sínu og misnotaði í fjölmörg ár, auk þess sem hún ól honum barn. Faðir stúlknanna hefur verið útskrifaður af spítala og dvelur nú á elliheimili. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum þar sem engar líkur eru taldar á því að hann flýi.
Austurríki Mál Josef Fritzl Tengdar fréttir Hélt dætrum sínum í 40 ár og nauðgaði þeim Karlmaður í Austurríki er grunaður um að hafa haldið tveimur dætrum sínum föngum í eldhúsi á heimili sínu í 40 ár og nauðga þeim reglulega. Málið minnir á mál hins austurríska Josef Fritzl sem kom upp fyrir fáeinum misserum, að því er Rizau fréttastofan greinir frá. Atburðirnir munu hafa gerst í bænum Braunau í Austurríki. Lögreglan í Austurríki segir í yfirlýsingu að maðurinn hafi hótað að drepa dætur sínar og hann hafi hótað þeim með vopni. Samkvæmt Ritzau fréttastofunni hefur lögreglan ekki gefið upp nafn mannsins. Ekki hefur heldur verið greint frá því hvort dætur mannsins eignuðust börn eftir nauðganirnar. 25. ágúst 2011 14:46 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Hélt dætrum sínum í 40 ár og nauðgaði þeim Karlmaður í Austurríki er grunaður um að hafa haldið tveimur dætrum sínum föngum í eldhúsi á heimili sínu í 40 ár og nauðga þeim reglulega. Málið minnir á mál hins austurríska Josef Fritzl sem kom upp fyrir fáeinum misserum, að því er Rizau fréttastofan greinir frá. Atburðirnir munu hafa gerst í bænum Braunau í Austurríki. Lögreglan í Austurríki segir í yfirlýsingu að maðurinn hafi hótað að drepa dætur sínar og hann hafi hótað þeim með vopni. Samkvæmt Ritzau fréttastofunni hefur lögreglan ekki gefið upp nafn mannsins. Ekki hefur heldur verið greint frá því hvort dætur mannsins eignuðust börn eftir nauðganirnar. 25. ágúst 2011 14:46