Sigurður: Gerðu lítið úr starfi Stjörnunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. ágúst 2011 09:57 Frá leik Stjörnunnar í N1-deild kvenna á síðustu leiktíð. Mynd/Vilhelm Sigurður Bjarnason, varaformaður Stjörnunnar og núverandi formaður handknattleiksdeildar félagsins, harmar atburði síðustu daga og segir að þeir hafi ekki verið félaginu til framdráttar. Þáverandi stjórn handknattleiksdeildar sendi frá sér yfirlýsingu í fyrradag þar sem tilkynnt var að kvennalið félagsins myndi ekki taka þátt í N1-deild kvenna í vetur. Stjarnan er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í handbolta og hefur liðið verið flaggskip félagsins mörg undanfarin ár. Í gær tók aðalstjórn félagsins í taumana og kom starfinu aftur í gang. Í morgun var svo send yfirlýsing þar sem staðfest var að Stjarnan verði með í N1-deild kvenna í vetur. „Aðgerðir fyrri stjórnar handknattleiksdeildar voru ekki gerðar í neinu samráði við aðalstjórn Stjörnunnar," sagði Sigurður í samtali við Vísi. „Nú verður bara haldið áfram," sagði hann um framhaldið. Meðal þess sem fyrrverandi stjórn nefndi sem ástæður fyrir því að hætta væri erfitt rekstrarumhverfi og skortur á leikmönnum. „Öll lið þurfa að glíma við fjárhagserfiðleika. Það er takmarkaður peningur í öllum íþróttagreinum á landinu í dag. Ástandið í þjóðfélaginu er einfaldlega þannig. Þess fyrir utan hefur peningaleysi alltaf verið viðloðandi íþróttir og vilja menn alltaf fá meira. Það er eðlilegt." „En það þýðir samt ekki að við getum eytt um efni fram og byggt upp skýjaborgir. Miðað við stöðuna hjá Stjörnuna var ekki hægt að fara út í að kaupa sér hitt og þetta. Það verður bara að halda sér á jörðinni." Hann segir atburði gærdagsins hafa verið neikvæða fyrir Stjörnuna. „Það var alvarlega vegið að starfssemi félagsins og þá sérstaklega yngri flokka félagsins. Í félaginu eru margar ungar stelpur sem horfa mikið upp til meistaraflokks kvenna. Það hefur verið afreksflokkur í félaginu til fjölda ára. Þessum stelpum langar til að taka þátt í því og þarna sáu þær það starf rifið niður. Það fannst mér alvarlegast við þetta allt saman - það var ekkert verið að spá í því." „Svo er líka mikið af fólki sem hefur tekið þátt í starfi Stjörnunnar í handboltanum og eiga ógrynni af góðum minningum frá því. Þetta snertir það fólk líka. Mér fannst verið að gera lítið úr þessu öllu saman og ljóst að það hefði alltaf mátt fara aðrar leiðir en þessa." Meðal þess sem fráfarandi formaður, Baldur Ó. Svavarsson, sagði að yfirlýsingin sem kom út í vikunni hafi vakið menn af værum blundi. Menn hefðu talað fyrir daufum eyrum lengi - bæði hjá aðalstjórn félagsins og bæjaryfirvöldum. „Ég tel að svo sé ekki. Þetta hafði engin áhrif á það," sagði Sigurður og sagði það ekki rétt sem hafði komið fram hjá Baldri að deildin hafi fengið innspýtingu í starfið upp á milljón krónur í gær. „Ég veit ekki hvaða heimildir hann hefur fyrir því. Samkvæmt mínum heimildum hefur engin innspýting átt sér stað. Menn eru bara að vinna í þessum málum og koma þessu öllu í gang." „Aðalatriðið er að koma liðinu í stand. Leikmenn eru í sjokki og verður það verkefni okkar næstu daga." Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Sigurður Bjarnason, varaformaður Stjörnunnar og núverandi formaður handknattleiksdeildar félagsins, harmar atburði síðustu daga og segir að þeir hafi ekki verið félaginu til framdráttar. Þáverandi stjórn handknattleiksdeildar sendi frá sér yfirlýsingu í fyrradag þar sem tilkynnt var að kvennalið félagsins myndi ekki taka þátt í N1-deild kvenna í vetur. Stjarnan er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í handbolta og hefur liðið verið flaggskip félagsins mörg undanfarin ár. Í gær tók aðalstjórn félagsins í taumana og kom starfinu aftur í gang. Í morgun var svo send yfirlýsing þar sem staðfest var að Stjarnan verði með í N1-deild kvenna í vetur. „Aðgerðir fyrri stjórnar handknattleiksdeildar voru ekki gerðar í neinu samráði við aðalstjórn Stjörnunnar," sagði Sigurður í samtali við Vísi. „Nú verður bara haldið áfram," sagði hann um framhaldið. Meðal þess sem fyrrverandi stjórn nefndi sem ástæður fyrir því að hætta væri erfitt rekstrarumhverfi og skortur á leikmönnum. „Öll lið þurfa að glíma við fjárhagserfiðleika. Það er takmarkaður peningur í öllum íþróttagreinum á landinu í dag. Ástandið í þjóðfélaginu er einfaldlega þannig. Þess fyrir utan hefur peningaleysi alltaf verið viðloðandi íþróttir og vilja menn alltaf fá meira. Það er eðlilegt." „En það þýðir samt ekki að við getum eytt um efni fram og byggt upp skýjaborgir. Miðað við stöðuna hjá Stjörnuna var ekki hægt að fara út í að kaupa sér hitt og þetta. Það verður bara að halda sér á jörðinni." Hann segir atburði gærdagsins hafa verið neikvæða fyrir Stjörnuna. „Það var alvarlega vegið að starfssemi félagsins og þá sérstaklega yngri flokka félagsins. Í félaginu eru margar ungar stelpur sem horfa mikið upp til meistaraflokks kvenna. Það hefur verið afreksflokkur í félaginu til fjölda ára. Þessum stelpum langar til að taka þátt í því og þarna sáu þær það starf rifið niður. Það fannst mér alvarlegast við þetta allt saman - það var ekkert verið að spá í því." „Svo er líka mikið af fólki sem hefur tekið þátt í starfi Stjörnunnar í handboltanum og eiga ógrynni af góðum minningum frá því. Þetta snertir það fólk líka. Mér fannst verið að gera lítið úr þessu öllu saman og ljóst að það hefði alltaf mátt fara aðrar leiðir en þessa." Meðal þess sem fráfarandi formaður, Baldur Ó. Svavarsson, sagði að yfirlýsingin sem kom út í vikunni hafi vakið menn af værum blundi. Menn hefðu talað fyrir daufum eyrum lengi - bæði hjá aðalstjórn félagsins og bæjaryfirvöldum. „Ég tel að svo sé ekki. Þetta hafði engin áhrif á það," sagði Sigurður og sagði það ekki rétt sem hafði komið fram hjá Baldri að deildin hafi fengið innspýtingu í starfið upp á milljón krónur í gær. „Ég veit ekki hvaða heimildir hann hefur fyrir því. Samkvæmt mínum heimildum hefur engin innspýting átt sér stað. Menn eru bara að vinna í þessum málum og koma þessu öllu í gang." „Aðalatriðið er að koma liðinu í stand. Leikmenn eru í sjokki og verður það verkefni okkar næstu daga."
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira