Bakvörðurinn Giordan Watson mun spila með Grindavík í vetur en hann lék sex leiki með liði Njarðvíkur á síðasta tímabili.
Þetta kemur fram á karfan.is. Watson skoraði 22,7 stig og gaf 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik með Njarðvíkingum.
Helgi Jónas Guðfinsson er þjálfari Grindavíkur og segist virkilega sáttur við að hafa nælt í Watson.
„Meginástæðan fyrir því að fá Watson til liðs við okkur var sú að hann hefur spilað hér áður þó það hafi nú ekki verið lengi,“ sagði Helgi Jónas við karfan.is.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson kom til Grindavíkur í sumar, sem og Jóhann Árni Ólafsson. Það er því ljóst að Grindvíkingar verða öflugir á komandi leiktíð.
Körfubolti