Verulegur ótti enn til staðar á mörkuðum 10. ágúst 2011 10:36 Hækkanir á hlutabréfamörkuðum gefa alls ekki til kynna að allt sé fallið í ljúfa löð meðal fjárfesta að mati Jan Störup Nielsen greinenda hjá Nordea. Nielsen bendir á þróunina á gjaldeyrismörkuðum sem sýnir að óttinn sé enn til staðar meðal fjárfesta og það í verulegum mæli. Þar á Nielsen við gífurlegar hækkanir á gengi svissneska frankans. Um tíma í gærdag var gengi frankans á pari við evruna sem ekki hefur gerst áður í sögunni og gengið hefur ekki verið sterkara gagnvart dollaranum undanfarin 30 ár. Svissneskur franki er talinn örugg höfn í ölduróti fjármálamarkaða, svipað og gullið. Seðlabanki Sviss hefur ítrekað reynt að grípa inn í þessa þróun með því lækka stýrivexti sína og dæla frönkum í milljarða vís inn á markaðinn í þeirri viðleitni að lækka gengi hans. Sérfræðingar segja að það hafi ekki dugað til og að bankinn verði að grípa til sterkari aðgerða. Í morgun tilkynnti bankinn að slíkar aðgerðir væru í farvatninu, að því er segir í frétt í Jyllands Posten um málið. Hið ofursterka gengi frankans er orðið að vandamáli fyrir Svisslendinga, einkum útflutningsfyrirtæki landsins. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hækkanir á hlutabréfamörkuðum gefa alls ekki til kynna að allt sé fallið í ljúfa löð meðal fjárfesta að mati Jan Störup Nielsen greinenda hjá Nordea. Nielsen bendir á þróunina á gjaldeyrismörkuðum sem sýnir að óttinn sé enn til staðar meðal fjárfesta og það í verulegum mæli. Þar á Nielsen við gífurlegar hækkanir á gengi svissneska frankans. Um tíma í gærdag var gengi frankans á pari við evruna sem ekki hefur gerst áður í sögunni og gengið hefur ekki verið sterkara gagnvart dollaranum undanfarin 30 ár. Svissneskur franki er talinn örugg höfn í ölduróti fjármálamarkaða, svipað og gullið. Seðlabanki Sviss hefur ítrekað reynt að grípa inn í þessa þróun með því lækka stýrivexti sína og dæla frönkum í milljarða vís inn á markaðinn í þeirri viðleitni að lækka gengi hans. Sérfræðingar segja að það hafi ekki dugað til og að bankinn verði að grípa til sterkari aðgerða. Í morgun tilkynnti bankinn að slíkar aðgerðir væru í farvatninu, að því er segir í frétt í Jyllands Posten um málið. Hið ofursterka gengi frankans er orðið að vandamáli fyrir Svisslendinga, einkum útflutningsfyrirtæki landsins.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira