Viðskipti erlent

Google kaupir Motorola

Google var fyrir eigandi og framleiðandi Android-stýrikerfisins, en með kaupunum er Google líka einn stærsti framleiðandi snjallsíma sem keyra Android.
Google var fyrir eigandi og framleiðandi Android-stýrikerfisins, en með kaupunum er Google líka einn stærsti framleiðandi snjallsíma sem keyra Android.
Tæknirisinn Google hefur tilkynnt að hann muni kaupa Motorola Mobility, sem er farsímahluti Motorola.

Þessum kaupum fylgja allir símar sem Motorola framleiðir, sem og spjaldtölvur. Motorola Solutions, sem sér um fjarskiptalausnir fyrirtækisins, er ekki inni í kaupum Google og mun starfa áfram sjálfstætt.

Samkvæmt íslenska tæknivefnum Símoni þykja þetta mikil tíðindi í tækniheiminum þar sem Google mun nú sitja beggja vegna borðsiðns, sem eigandi og framleiðandi Android-stýrikerfisins, og svo nú sem einn stærsti framleiðandi snjallsíma sem keyra Android.

Samkvæmt upplýsingum á bloggsíðu sem Google heldur úti mun Motorola starfa sem sér deild innan Google, til að byrja með hið minnsta.

Tilkynnt var um kaupin fyrr í dag en Google hefur skuldbundið sig til að kaupa hvern hlut í Motorola á genginu 40 dali. Þetta er um 63 prósentum hærra en gengi á mörkuðum. Heildarvirði kaupanna er um 1500 milljarðar króna.

Þetta eru stærstu einstöku kaup Google frá því fyrirtækið var stofnað fyrir fimmtán árum.

Sjá nánari umfjöllun um kaupin á tæknivefnum Símoni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×