Nordea bankinn kærður til lögreglu vegna Pandóru 16. ágúst 2011 09:01 Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur kært Nordea bankinn til lögreglunnar vegna aðkomu bankans að markaðsskráningu skartgripaframleiðandans Pandóru. Eftirlitið segir að Nordea hafa haldið því leyndu að bankinn átti fjárhagslegra hagsmuna að gæta þegar hann mælti með því við fjárfesta að þeir keyptu hluti í Pandóru þegar fyrirtækið var skráð á markað. Eins og kunnugt er af fréttum eru endurheimtur Seðlabanka Íslands vegna sölunnar á FIH bankanum í fullkominni óvissu eftir að hlutir í Pandóru hafa fallið um yfir 80% í verði frá áramótum. Þar af hröpuðu þeir um 65% á einum degi í síðasta mánuði. Þar er bæði um að ræða að bónusgreiðsla upp á allt að einum milljarði danskra kr. fyrir gott gengi Pandóru er fokin út um gluggann og að framtíð FIH bankans er óljós vegna mikils taps hans á Pandóru. Í fréttum danskra fjölmiðla í morgun kemur fram að Nordea átti óbeint 3,9% hlut í Pandóru og var meðal þeirra jákvæðustu í að mæla með hlutunum á sínum tíma í fyrra. Það var svo einnig Nordea sem Pandóra réð til þess að kynna markaðsskráninguna. Í tilkynningu frá Nordea kemur fram að bankinn muni taka ákvörðun fjármálaeftirlitsins til skoðunar en bendir á að óbeinn eignarhlutur bankans hafi verið hluti af skráningunni. Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur kært Nordea bankinn til lögreglunnar vegna aðkomu bankans að markaðsskráningu skartgripaframleiðandans Pandóru. Eftirlitið segir að Nordea hafa haldið því leyndu að bankinn átti fjárhagslegra hagsmuna að gæta þegar hann mælti með því við fjárfesta að þeir keyptu hluti í Pandóru þegar fyrirtækið var skráð á markað. Eins og kunnugt er af fréttum eru endurheimtur Seðlabanka Íslands vegna sölunnar á FIH bankanum í fullkominni óvissu eftir að hlutir í Pandóru hafa fallið um yfir 80% í verði frá áramótum. Þar af hröpuðu þeir um 65% á einum degi í síðasta mánuði. Þar er bæði um að ræða að bónusgreiðsla upp á allt að einum milljarði danskra kr. fyrir gott gengi Pandóru er fokin út um gluggann og að framtíð FIH bankans er óljós vegna mikils taps hans á Pandóru. Í fréttum danskra fjölmiðla í morgun kemur fram að Nordea átti óbeint 3,9% hlut í Pandóru og var meðal þeirra jákvæðustu í að mæla með hlutunum á sínum tíma í fyrra. Það var svo einnig Nordea sem Pandóra réð til þess að kynna markaðsskráninguna. Í tilkynningu frá Nordea kemur fram að bankinn muni taka ákvörðun fjármálaeftirlitsins til skoðunar en bendir á að óbeinn eignarhlutur bankans hafi verið hluti af skráningunni.
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira